1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

STAKKUR – KÁG 01

Hönnuður: Katrín Ásta

Garn: L-band  400 (450) 600 g

Prjónar: 4 og 5 mm hringprjónn 40 cm og 5 mm 100 cm

Stærðir: XS/S (M/L) XL/XXL

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku

Aðeins 3 eftir á lager

HÖNNUÐUR: KATRÍN ÁSTA

Katrín Ásta Gunnarsdóttir, systir mín, hannaði þessa slá. Kata, eins og hún er alltaf kölluð, er litla systir mín. Við erum ólíkar en eigum samt svo margt sameiginlegt. Brennandi áhuga á prjóni höfum við báðar fengið þegar við sátum í litla eldhúsinu hennar Ömmu Katrínar, sem Kata systir heitir í höfuðið á. Kata hefur verið mín stoð og stytta í einrúm-prjónaferðalagi mínu. Kata hefur talið mér trú um að hún prjónaði bara eftir uppskriftum annarra en hannaði ekki sjálf prjónaflíkur. En annað hefur komið í ljós. Kata laumaðist til að hanna þessa fallegu slá sem er með jöfnum útaukningum niður miðjuna að framan og á baki. Slána er hægt að nota með því að snúa henni með gatamynstrið annað hvort fram eða til hliðar og niður eftir handleggjunum og fá þannig tvær ólíkar flíkur.

STÆRÐIR: XS/S (M/L) XL/XXL

Sídd, miðja að framan með kraga: 78 (88) 98 cm

Sídd, niður eftir öxl, með kraga: 64 (74) 84 cm

BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir allar tegundir af einrúm L-bandi.
Sláin á myndunum er prjónuð í lit L-2002 skólesít.

400 (450) 600 g L-band.

PRJÓNAR

40 cm hringprjónar nr. 4 og 5, og 100 cm hringprjónn nr. 5.
Heklunál til að fitja upp með.
Jafanál fyrir saumaða ósýnilega affellingu.