1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

PEYSAN HENNAR HÖLLU  – HB 01

Hönnuður: Halla Ben

Garn: E-band 200 (200) 200 (250) 250 g

Prjónar: 4 og 4,5 mm hringprjónar og sokkaprjónar.

Stærðir: XS (S) M (L) XL

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á þremur tungumálum; íslensku, dönsku og ensku.

Uppselt

HÖNNUÐUR: HALLA BEN

Peysan hennar Höllu er ein af þessum einföldu, látlausu peysum sem maður tekur ástfóstri við. Þetta er flíkin sem hentar vel hvort sem er við hversdagslegt amstur eða hátíðleg tilefni. Fíngerður kaðallinn í úrtökunni undirstrikar fallegt, aðsniðið formið. Ef maður vill hafa peysuna síðari er auðvelt að lengja hana með því að bæta nokkrum sentimetrum við sídd frá handvegi.

BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm E-band.
Peysan á myndinni er prjónuð í lit 1002 skólesít.

E-band: XS (S) M (L) XL
200 (200) 200 (250) 250 g.

PRJÓNAR

Hringprjónar 4 og 4,5 mm  báðir 80 cm langir. Sokkaprjónar 4 og 4,5 mm.
Hjálparprjónn

STÆRÐIR

XS (S) M (L) XL
Hálf yfirvídd: 41 (44) 47 (50) 53 cm
Sídd frá handvegi: 39 (42) 45 (48) 51 cm
Ermalengd: 47 (47) 48 (50) 51 cm

Go to Top