1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

HÚFA  – AGD 03

Hönnuður: Anne Grete Duvald

Garn: Einrúm L-band 1 x 50g í lit 1, 1 x 50g í lit 2.

Prjónar: 5 mm hringprjónn 80 cm eða sokkaprjónar.

Stærðir: S (M) L

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku.

Er á lager

HÖNNUÐUR: ANNE GRETE DUVALD

Húfan er prjónuð ofan frá og niður á enni. Þegar breiðum eyrnaflipunum er smellt undir hökuna verða þeir næstum jafn hlýir og trefill. Það er líka hægt að festa eyrnaflipana upp á höfuðið eða aftan á hálsinn.

BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir allar tegundir af einrúm L-bandi. Á myndunum er húfan prjónuð í litum L-2002 skólesít ofan á kollinum og á neðri hlutanum í L-2008 gabbró.

Stærðir: S (M) L
Litur 1: 50 (50) 50 g
Litur 2: 50 (50) 50 g

PRJÓNAR

Hringprjónar 5 mm, 80 cm langir (ef nota á töfralykkju aðferðina), eða sokkaprjónar 5 mm.

STÆRÐIR

S (M) L 

Ummál höfuðs, til viðmiðunar: 55 (56) 57 cm
Lengd húfu: 21 (22) 23 cm
Lengd eyrnaflipa: 18 (18) 18 cm