895kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

HETTUPEYSA  – KGB 3A+3B

Hönnuður: Kristín Brynja

Garn: Sjá garnmagn hér fyrir neðan.

Prjónar: 4,5 og 5,5 mm hringprjónar og sokkaprjónar.

Stærðir: M (hægt að stækka og minnka með fínni eða grófari prjónum).

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku

Er á lager

HÖNNUÐUR: KRISTIN BRYNJA

Einrúm hettupeysan KBG 3A er einlit en uppskrift KBG 3B er prjónuð með röndum sem eru tilbrigði við hina hefðbundnu íslensku lopapeysu. Í uppskriftinni hef ég raðað saman röndum eins og mér finnst fallegt. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fara frjálslega með litatóna og samsetningu á röndunum.

BAND KBG 03A EINLIT PEYSA:

550 g einrúm L-band
KBG 03B RÖNDÓTT PEYSA:
450 g L-band 2006 pýrit
50 g L-band 2001 silfurberg
50 g L-band 2003 ágít
50 g L-band 2004 stilbít
50 g L-band 2005 barít

PRJÓNAR

Stærð M:
Bolur: Hringprjónar 4,5 og 5,5 mm
Ermar: Sokkaprjónar 4,5 mm og stuttur hringprjónn 5,5 mm
Vasi: Sokkaprjónar 3 mm

STÆRÐIR

Stærð peysunnar ræðst af prjónfestu og prjónastærð.
Til viðmiðunar fyrir stærð M:
Hálf yfirvídd:                  40 (41) 42 cm
Sídd frá hettutoppi:      105 (110) 115 cm
Sídd frá handvegi:        52 (55) 58 cm
Ermalengd:                    52 (54) 56 cm

Go to Top