Della Q hring- & sokkaprjónaveskin koma skipulagi á hringprjónana og sokkaprjónana. Það rúmar mikið en er samt hæfilega stórt til að taka með í ferðalagið.
Hver vasi er merktur svo að hver grófleiki rati í réttan vasa. Það komast nokkrir hringprjónar í hvern vasa, því við eigum jú oftast mismunandi lengdir í hverju númeri. Merkingarnar fyrir hringprjónana eru frá 3,25 mm upp í 10 mm og að auki tveir ómerktir vasar.
Sokkaprjónavasarnir eru merktir með 2 mm upp í 6,5 mm og að auki eru fjórir ómerktir vasar.
Tveimur vösum er lokað með rennilás fyrir prjónamerkin, málbandið, nálar eða annað. Þetta er eitt vinsælasta prjónaveskið frá Dellu Q enda kemst ótrúlega mikið í það.
Stærð:
Lokað: 12,5 cm x 25,5 cm
Opið: 52 cm x 45 cm
Linen línan – Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af prjónum!