32.000kr.

DAGNÁMSKEIР – 6 KLST

Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).

Tími: Laugardagur 25. maí kl. 10 – 17:00 (með hádegis- og kaffihléum).

Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Adriana Torres kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur Masterclass námskeið fyrir áhugafólk um útsaum.

Námskeiðslýsing:

Á þessu 6 klst. dagnámskeiði kennir Adriana útsaum í stafaklút sem er hennar eigin hönnun. Bókstafirnir eru skreyttir með blómum og jurtum.

Hver og einn nemandi getur valið um útsaumsspor eftir eigin smekk eða erfiðleikastigi. Adriana verður með sýnishorn af saumuðum verkum meðferðis. Útsaumssporin spanna allt frá þeim allra vinsælustu yfir í þau sem eru minna þekkt og jafnvel flóknari. Nemendur munu líka læra að sauma út með misgrófum þræði og/eða fleiri eða færri þráðum eftir sportegundum. Þannig fær útsaumsverkið meiri þrívídd en um leið meiri fegurð í einfaldleika sínum, en sá stíll einkennir einmitt verk hennar.

Adriana fjallar um útsaum frá mörgum hliðum; allt frá því hvernig á að þræða nálina að því hvernig á að ganga frá endum, hvaða spor henta best fyrir ull eða bómull svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fá silkipretnað efni til að sauma út í sem gerir vinnuna ánægjulegri og hægt að hefjast handa strax við saumaskapinn.

Hvert námskeið er eitt skipti og hentar öllum, jafnt byrjendum, sem og reyndum útsaumurum sem vilja bæta við sig þekkingu í útsaumi

Efni innifalið á námskeiðinu:

Silkiprentaður stafaklútur úr bómull 50 cm x 55 cm með A-Z blómamynstri. Útsaumsnál, ullargarn frá La Patagonia og stafrófið útprentað til að gera ykkar eigin bókstafaútsaum.

Kaffi/te og meðlæti, léttur hádegisverður.

Hafa meðferðis:

Takið með ykkur góð útsaumsskæri og útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum).

Erfiðleikastig:

Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á útsaumi, jafnvel byrjendur.

Aðeins 1 eftir á lager

Vöruflokkar:

Um Adriana Torres

Adriana Torres, listakona, teiknari og stofnandi Miga de Pan heftur stundað nám í arkitektúr og grafískri hönnunvið Háskólann í Buenos Aires. Verk hennar hafa fengið viðurkenninguna the Seal of Good Design, sem er veitt af hinu iðnaðarráðuneyti Argentínu. Þetta er viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun, gæðaframleiðslu í nærumhverfinu.

Vörumerki hennar var valið af utanríkisráðuneyti Argentínu

til að taka þá í sýningunum 100% Design London, Maison & Object Paris, og Pitti Bimbo á Ítalíu til að kynna argentínska hönnun.

Hún hlaut fyrstu verðlaun handverkskeppni sem var skipulögð af“National Fund for the Arts”, sem er hluti af menningarmálaráðuneyti Argentínu, í flokknum „Contemporary Textil Doll Making“.

Adriana hefur kennt á mörgum útsaumsnámskeiðum um allan heim: Buenos Aires, Sao Paulo, Madrid, Barcelona, Valencia, Malaga, Bilbao, La Coruña, Sevilla, Mallorca, Paris (í sendiráði Argentínu), Berlín, London, Devon, Zürich, Mexíkóborg, Boulder (Colorado), Santa Monica (California) og Philadelphia (at Anthropologie and Urban Outfitters HQ).

Hún hefur tekið þátt með útsaumsverk sín í nokkrum listasýningum í Buenos Aires, París and Leipzig.

Verk hennar voru birt í af Thames and Hudson í “The New Artisans”; DPI magazine (Taiwan); Super Handmade (China), Stich•illo by Uppercase (Canada); Frankie (Australia), Selvedge (UK) and was the cover of Embroidery Magazine (United Kingdom).

Verk hennar eru fáanleg í Mar Dulce galleríinu í Palermo, Buenos Aires.

Adriana er með Instagram reikninginn @soymigadepan. Þar er hægt að skoða verk hennar.