• Gatamynstrið í þessu barnateppi er klassískt og skemmtilegt í prjóni. Hver mynstureind er endurtekin það oft að flestir læra hana fljótt. Ef ekki þá er bæði hægt að fylgja mynsturteikningu og/eða vinnulýsingu í texta.

    Hver mynstureining er 16 lykkjur og 10 umferðir og svo bætist við garðaprjónskantur allan hringinn. Það er auðvelt að stækka eða minnka teppið eftir óskum, bæta við eða fækka um heila mynstureind.

    Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • Hér er klassískt ungbarnateppi úr smiðju Debbie Bliss. Teppið er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • Í þessari uppskrift skiptast á kaflar með gatamynstri og görðum.
    Prjóntækni: Slétt lykkja, brugðin lykkja, uppsláttur, úrtaka til vinstri, úrtaka til hægri. Uppskriftinni fylgir mynsturteikning svo og ítarleg vinnulýsing. Uppskriftin er á íslensku.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Einnig er hægt að smella á slóð sem er í tölvupósti sem sendur er eftir kaupin.
  • Garn: Volare DK 6 x 50g/125m
    Prjónar: Hringprjónn 80-100 cm 4 mm Stærð: 65 cm x 65 cm Til að prjóna þetta teppi þarf aðeins að nota sléttar og brugðnar lykkjur. Það hentar þeim sem vilja eitthvað einfalt í prjóni en stílhreint. Í uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður.
  • Storkskonur eru duglegar að gera uppskriftir endrum og sinnum. Flestar eru klassískar og hægt að prjóna á margar kynslóðir barna. Litavalið sér hvert og eitt ykkar um eftir eigin smekk og e.t.v. tíðaranda.
    STRENGUR Hönnuður/uppskrift: Guðný Benediktsdóttir / Storkurinn Garn: Volare DK 3 (4) 5 (5) x 50g í lit A (á mynd grátt #700) og  1 x 50g í lit M (á karrýgult #285) Prjónar: Hringprjónar 60 cm 3½ og 4 mm, sokkaprjónar 3½ og 4 mm. Stærðir: 1 ( 2) 4 (6) ára
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður.
Go to Top