Hentugar heklunálar til laga lykkjuföll og leiðrétta lykkjur í prjóni.
Notið oddinn til að rekja upp lykkurnar eins og þarf og krókinn til að hekla upp nýjar lykkjur.
• Framleiddar úr “Takumi” gæða bambus.
• Auðvelt að rekja upp lykkjur með oddinum.
• Góður oddur á heklunálinni sem rennur auðveldlega í gegnum lykkjurnar.
• Hægt að nota til að prjóna upp lykkjur.
• Hægt að nota sem stutta heklunál.
• Nytsamleg til að greiða úr garnflækju með oddinum t.d. í móhár garni.
Tvær stærðir: 4,5 mm x 10 cm og 3,5 mm x 10 cm
-
Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2024)Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 505 g | Mál: 160 x 210
Visible Mending eftir Arounna Khounnoraj
Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou á instagram er mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók eru leiðbeinginar um hvernig má endurlífga og endurvinna flíkur og textíl af heimilinu.- 12 aðferðir til viðgerða
- 10 helstu saumspor sem notuð eru
- 12 verkefni sem kítla sköpunarkraftinn
-
Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.
-
Stoppugarn og/eða útsaumsgarn. Garnið er úr 50% ull og 50% pólíamíd og er þannig nógu sterkt í sokka- og peysuviðgerðir en hentar einnig í útsaum. Magn: 10 m á spjaldi (40 m ef þráðurinn er notaður einfaldur). Þráðurinn er fjórfaldur og auðvelt að kljúfa eftir grófleika þess sem á að sauma. Margir litir í boði.