Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér.
Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel.
Stærð: 15cm á dýpt x 29cm breidd x 16,5cm hæð.
Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa.
Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar.
Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með.
Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
-
Umhverfisvæn lausn fyrir þá prjónara sem vilja halda garnhnotunum heilum án þess að þær flækist á meðan prjónað er og jafnvel ferðast með prjónaverkefnið á milli staða. Snilldin við þennan poka er, fyrir utan að leysa af hólmi alla plastpokana sem þjónuðu e.t.v. sama hlutverki, að smellurnar sem loka opinu mynda þrjú göt. Þannig er hægt að leiða einn þráð út um eitt gatið og annan t.d. silki/mohair garni sem vill flækjast út um annað op. Þá flækist garnið ekki. Allir sem hafa prjónað úr tvöföldu eða þreföldu garni þekkja það vandamál. Efni: Náttúruleg pappírskvoða. Stærð: Opið 15 cm á hæð x 15 cm á breidd x 15 cmá dýpt. Rúmar eina stóra hnotu eða 2-3 litlar. Lokast með smellum (engir rennilásar sem garnið getur flækst í), flatur botn og stendur upprétt á borði.