Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér.
Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel.
Stærð: 15cm á dýpt x 29cm breidd x 16,5cm hæð.
Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa.
Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar.
Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með.
Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
-
Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Maker's Canvas Satchel taskan er fyrir þá sem vilja það besta. Hún er hönnuð í anda gömlu læknataskanna. Hún opnast vel og helst opin þannig að auðvelt er að hafa yfirlit yfir allt innihaldið. Botninn er flatur og því stendur taskan vel og getur virkað sem karfa á meðan prjónað er. Tvær krækjur loka töskunni, það er fullt af vösum og stöðum til að geyma allt smádótið og verkefnin. Bryddingar, höldur o.fl. eru úr leðri með festingum úr antík bronsi. Hugað er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Góð handtaska fyrir prjónalífið og hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Þetta er rúmgóð hliðartaska með góðu handfangi. Vandlega handunnin taska þar sem hugað er að öllum smáatriðum. Nútímaleg og hefðbundin í senn, taska sem hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Umhverfisvæn lausn fyrir þá prjónara sem vilja halda garnhnotunum heilum án þess að þær flækist á meðan prjónað er og jafnvel ferðast með prjónaverkefnið á milli staða. Snilldin við þennan poka er, fyrir utan að leysa af hólmi alla plastpokana sem þjónuðu e.t.v. sama hlutverki, að smellurnar sem loka opinu mynda þrjú göt. Þannig er hægt að leiða einn þráð út um eitt gatið og annan t.d. silki/mohair garni sem vill flækjast út um annað op. Þá flækist garnið ekki. Allir sem hafa prjónað úr tvöföldu eða þreföldu garni þekkja það vandamál. Efni: Náttúruleg pappírskvoða. Stærð: Opið 15 cm á hæð x 15 cm á breidd x 15 cmá dýpt. Rúmar eina stóra hnotu eða 2-3 litlar. Lokast með smellum (engir rennilásar sem garnið getur flækst í), flatur botn og stendur upprétt á borði.
-
Maker’s Midi Backpack er bakpoki sem er ekki of stór og ekki of lítill. Fullkominn fyrir þau sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hin því þetta er fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg þegar axlarólarnar eru ekki í notkun. Margir góðir vasar til að hafa skipulag á öllu sem er meðferðis. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. Stærð: Lengd 35,5 cm x breidd 10 cm x hæð 32,3 cm.