-
Holoshimmer er glitþráður úr 60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
-
Höfundur: Love ProductionsÚtgefandi: Quadrille Publishing (2023) Harðspjalda | 128 bls. Stærð: 160 x 210 x 20 mm Tungumál: EnskaÞyngd: 550 g Sjónvarpsþátturinn The Great British Sewing Bee er raunveruleikaþáttur sem sýndur hefur verið á BBC 2. Þar keppast 12 snjallir áhugasaumarar um að gera fallegar flíkur og sína dómurunum Esme Young og Patrick Grant. Þessi bók er gerð af þáttaframleiðendunum og sýnir snjalla og góða tækni sem mikilvægt er að tileinka sér í fatasaumi. Farið er yfir mismunandi þykktir á efnum, fallegan frágang og ýmsar skreytingar á fatnaði.
-
Afsláttur!Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!