Ekki týna nálinni þinni aftur! Þessi sæti nálasegull þjónar mikilvægu hlutverki. Þú festir hana við útsaumhringinn þinn og geymir nálina á vísum stað þegar þú ert ekki að nota hana. Nálasegullinn er emeleraður og með sterkum segli og tollir vel á sínum stað.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Það þarf að kljúfa garnið og nota einn eða fleiri þræði eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Höfundur: Jill ClayÚtgefandi: GMC Distribution (2019) Mjúkspjalda | 136 bls. Stærð: 140 x 120 x 40 mm Tungumál: Enska Þyngd: 400 gÁhugaverð bók sem útskýrir vel tæknina við Sashiko útsaum og möguleikana í útfærslu og notkun. Fallega myndskreytt og veitir innblástur fyrir þá sem vilja prófa þessa aðferð til að skreyta eða gera við.