• Fallegur skreyttur taupoki með teljara úr Mindful línunni. Telur upp í 99.  
  • ADDI teljarinn er digital. Ýtt er á einn takka til að telja og annan til að núllstilla. Hægt að festa um fingurinn eða utan um handfang eða hafa lausan. Það getur sparað mikinn tíma í prjóni að nota teljara til að telja lykkjur eða umferðir, úrtökur eða útaukningar.
  • Einfaldur og góður teljari sem telur uppí 99. Ýtt er á takkann ofan frá og endurstillt þegar þarf á hliðinni.
  • Handhægur teljari sem telur uppi 99. Hægt að hafa hann um hálsinn, festa við verkefnatösku eða hafa lausann. Hægt að læsa honum þannig að talningin breytist ekki óvart í töskunni.
  • Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
    • Gluggi yfir tölunum með stækkun
    • Stál á bakinu til að festa við segularmbandið
    • Framleitt úr há-gæða, gegnsæju polycarbonate efni
    • Til að telja umferðir:
      • Ýtið á takkann ofan á teljarnanum til að telja.
      • Endursetjið tölurnar með því að ýt upp eða niður hjólinu á hliðartakkanum.
      • Færið rofa neðan á teljaranum til að læsa eða aflæsa honum.
  • Hringur sem er teljari. Telur upp í 99. Mismunandi stærðir í boði. Flestir hafa hringinn/teljarann á vísifingri eða þumli. Stærðir 7, 8, 9, 10, 11 og 12.
Go to Top