• Þriggja hluta sett frá FISKARS fyrir þau sem sauma bútasaum eða annað þar sem þarf að skera efni með nákvæmni. Settið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta í saumaskap. Þetta sett er líka sniðugt fyrir þau sem eru að vinna með þæfingu/flóka. Skurðhnífurinn (45 cm) er notaður til að skera efni. Hnífurinn er mjög beittur og þegar hann er ekki í notkun er honum lokað til að hlífa skurðblaðinu. Skurðarblaðið er í staðlaðri stærð sem hægt að skipta um eftir þörfum. Mottan eru nauðsynlegt undirlag þegar hnífurinn er notaður (A2, 45 x 60 cm). Stikan er einnig nauðsynleg til að skera beinar línur (15 x 60 cm) – t.d. ferninga, þríhyrningar eða jafnvel stjörnur. Mottan og stikan er með mælieiningum í metrakerfinu (cm). Þetta þriggja hluta sett er einnig frábær gjöf fyrir saumafólk.
  • Omnigrid skurðarmotturnar eru með cm á annarri hlið og tommur á hinni. Þær þola mikið og ef það kemur sár eftir skurðarhnífinn þá lokast það af sjálfu sér. Stærð mottu: 45 x 60 cm.
  • Omnigrid skurðarmotturnar eru með cm á annarri hlið og tommur á hinni. Þær þola mikið og ef það kemur sár eftir skurðarhnífinn þá lokast það af sjálfu sér. Stærð mottu: 30 x 45 cm.
Go to Top