-
Maker's Canvas skæri með slíðri Lítil og sæt skæri, fullkomin viðbót við töskurnar frá Della Q. Sömu litir fáanlegir. Slíðrið er úr V-laga kakíefni og leðri með smellu úr bronsi. Skærin eru svört merkt með 'Q' lógói. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar vöru. Hvert skæraslíður er handunnið og tímalaus hönnun.
-
Merchant & Mills nálar. Betweens eru hefðbundnar stuttar saumnálar sem klæðskerar nota t.d. til að sauma falda. Nú orðið eru þær mikið notaðar í bútasaumi en eru samt sem áður góðar í allan almennan handsaum. Blanda af 12 nálum í mismunandi grófleikum í glerflösku með gúmmítappa. Merchant & Mills er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.
-
Alhliða skæri frá FISKARS úr ReNew línunni. Vönduð skæri unnin úr endurunnu og endurnýtanlegu hráefni. Handfangið er einstaklega þægilegt og skæri klippa vel og bitið helst lengi. Hönnuð fyrir rétthenta. Fyrir ykkur sem viljið eiga góð efnisskæri og gætið þess að klippa eingöngu textíl með þeim, þá endist bitið mun lengur. Stærð 21 cm. Functional Form ReNew skærin eru framleidd í Finnlandi.