Mjúkspjalda | 96 bls.
Tungumál: Enska
Þyngd: 350 g | Mál: 186 x 256 mm
Umhverfismálin eru að hafa þau áhrif að við viljum endurhugsa hvernig við nýtum fatnaðinn okkar. Það er aftur orðið göfugt og skynsamlegt að gera við fatnaðinn til að vinna gegn hraðtískunni og sóuninni sem á sér stað. Viðgerðirnar mega sjást og þess vegna prýða fatnaðinn, skreyta hann um leið og líftíminn er lengdur. Viðgerðirnar gera uppáhaldsflíkina þína enn persónulegri og bjargar henni frá því að verða að landfyllingu.
Þetta er fyrsta útgáfan á ensku frá Hikaru Noguchi sem er orðin þekkt í Japan fyrir aðferðir sínar í fataviðgerðum. Nákvæmar vinnulýsingar, skref fyrir skref, svo að m.a.s. byrjendur í saumi geta fylgt þeim. Ljósmyndirnar endurspegla listræna nálgun hönnuðarins.
-
Höfundur: Tone Finnanger Útgefandi: David & Charles (2017)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 580 g | Mál: 210 x 273 mm A brand new Tilda project book featuring stunning photography of the latest Tilda patchwork and quilting projects in the colourful new Tilda fabric ranges. In this glorious celebration of her love of fabric, you'll find over 20 sewing, patchwork, applique and quilting projects that will bring colour and beauty to your home. Projects include stunning quilts, pretty pillows, sophisticated soft toys, and beautiful accessories such as pincushions, pumpkins, flowers, stockings and more - all designed with characteristic Tilda charm. Featuring gorgeous photography, in-depth instructions and full-size templates, you'll soon be sewing by heart.
-
Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: 186 x 236 x 22 mm
Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More
Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu. -
Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: SænskaÞyngd: 150 g | Mál: 170 x 240 mmÖll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu. Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.
-
Höfundur: Nicholas Ball Útgefandi: Lucky Spool (2024)Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1215 g | Mál: 225 x 285 mmImprov bútasaumur er ekki nýr af nálinni. Hann hefur sér mikla sögu og vekur áhuga og innblástur. Slíkur bútasaumur hefur lengi verið annað en bara til nytja. Improv bútasaumur getur verið með pólitísk skilaboð, minningar um fallna ástvini, hann getur verið heilandi og hann stendur einnig sem viðurkennt listform. Það eru bæði sögulegar skrásetningar og persónulegar sögur í þessari tvískinnu, ,Use & Ornament'.
-
Höfundur: Love ProductionsÚtgefandi: Quadrille Publishing (2023) Harðspjalda | 128 bls. Stærð: 160 x 210 x 20 mm Tungumál: EnskaÞyngd: 550 g Sjónvarpsþátturinn The Great British Sewing Bee er raunveruleikaþáttur sem sýndur hefur verið á BBC 2. Þar keppast 12 snjallir áhugasaumarar um að gera fallegar flíkur og sína dómurunum Esme Young og Patrick Grant. Þessi bók er gerð af þáttaframleiðendunum og sýnir snjalla og góða tækni sem mikilvægt er að tileinka sér í fatasaumi. Farið er yfir mismunandi þykktir á efnum, fallegan frágang og ýmsar skreytingar á fatnaði.
-
Holoshimmer er glitþráður úr 60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
-
Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
-
Jafanálar (oddlausar nálar) fyrir krosssaum eða annan útalinn útsaum, einnig frábærar í að ganga frá í prjóni. Athugið að hærra númer = fínni nál. Grófleikar í boði: #13 - 2 stk/pk #14 - 2 stk/pk #14/18 - ein af hvorum grófleika. #16 - 5 stk/pk #18 - 6 stk/pk #20 - 6 stk/pk #22 - 6 stk/pk Veljið hér fyrir neðan: