• Extra sterkur tvinni úr 100% polyester. Grófari en hefðbundinn saumatvinni. Hentar í vélsaum og handsaum, stungur í gróf efni eins og kakí og denimefni.
  • Bómullartvinni fyrir vélstungu, sterkur og með fallegan gljáa. Fæst bæði einlitur og marglitur. Hentar einnig í allan venjulega vélsaum. 300m á kefli.  
  • CLOVER bútasaumsnálar fyrir handsaum. Fæst í mismunandi grófleikum. Hærra nr. = fínni nál.
    • Stuttar
    • Gott að þræða
    • Beittur oddur
    • Renna vel í gegnum efnið
    • Lengd: 22,7 mm
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum.
  • Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • Afsláttur!

    Gütermann TVINNI – úr endurunnu polyester 100m

    Original price was: 460kr..Current price is: 300kr..
    Góður alhliða tvinni í alls konar vél- og handsaum úr 100% endurunnu pólýester. 100m í kefli.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 60 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 34 x 40 cm.
  • Stoppunálar með góðum oddi, frábærar í fataviðgerðir. Nálagrófleiki 3/9. Nálahús fylgir með.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
  • Auðveldar að ná taki á nálinni. 2 stk. í pakka.
    • Með fingurbjörgina á vísifingri er auðveldara að draga nálina í gegnum efnið.
    • Sveigjanleg svo hún passi betur á fingurinn.
    • Örsmá göt svo fingurbjörgin andi.
    Fást í tveimur stærðum
    • Miðstærð (#6031) - 16 mm
    • Stór (#6032) - 18 mm
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Saumnálar með góðum oddi fyrir allan almennan saumaskap. Tólf nálar í pakka í mismunandi lengdum og grófleikum.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 25 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 14,5 x 15,5 x 18 cm.
  • Stoppunálar (langar með oddi), fyrir alls konar saum en fyrst og fremst viðgerðir.
  • Jafanálar (oddlausar nálar) fyrir krosssaum eða annan útalinn útsaum, einnig frábærar í að ganga frá í prjóni. Athugið að hærra númer = fínni nál. Grófleikar í boði: #13 - 2 stk/pk #14 - 2 stk/pk #14/18 - ein af hvorum grófleika. #16 - 5 stk/pk #18 - 6 stk/pk #20 - 6 stk/pk #22 - 6 stk/pk Veljið hér fyrir neðan:
  • 9 mm smellur, svartar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • 13 mm smellur, svartar til að sauma á. Þessar smellur hafa líka verið notaðar á litlar peysur. 6 stk./pk.
  • Títuprjónar úr stáli með glerhaus - 30 x 0,6 mm (extra fine) - 20g /pk.
  • Perlunálar (langar með oddi), fyrir perlusaum og aðra vinnu með perlur.
  • Faldalím eða straulím til að falda buxur, pils, kjóla eða jafnvel gluggatjöld. Einfald og þægilegt, enginn saumaskapur, bara straujárn! Breidd 3 cm Lengd 10 m
Go to Top