• Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 60 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 34 x 40 cm.
  • Höfundur: Nicholas Ball Útgefandi: Lucky Spool (2024)
    Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1215 g | Mál: ‎225 x 285 mm 
     
    Improv bútasaumur er ekki nýr af nálinni. Hann hefur sér mikla sögu og vekur áhuga og innblástur. Slíkur bútasaumur hefur lengi verið annað en bara til nytja. Improv bútasaumur getur verið með pólitísk skilaboð, minningar um fallna ástvini, hann getur verið heilandi og hann stendur einnig sem viðurkennt listform. Það eru bæði sögulegar skrásetningar og persónulegar sögur í þessari tvískinnu, ,Use & Ornament'.
  • Höfundur: Aneela Hoey Útgefandi: C & T Publishing (2017)
    Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 426 g | Mál: ‎203 x 254 x 9 mm

    Stitched Sewing Organizers : Pretty Cases, Boxes, Pouches, Pincushions & More

    Bókin sem beðið var eftir. Þau sem kunna að sauma ættu að geta nýtt sér þessa frábæru bók. Aneela Hoey sýnir okkur 15 flott og notendavæn verkefni til að koma skipulagi á handavinnudótið sitt; box, veski, pokar, nálapúðar o.fl. Hannað með það í huga að allt passi saman og nýtist hvað með öðru. Feitu fjórðungarnir nýtast vel í svona saumaverkefni svo ekki sé talað um allir afgangarnir af efnum sem safnast upp hjá saumurum. Sniðugar gjafir eða bara fyrir þig! Það er jafnvel hægt að ljúka við flóknari verkefnin í bókinni á einum degi. Frábært til að taka sér pásu frá stóru meira krefjandi verkefnunum.
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Höfundur: Love Productions
    Útgefandi: Quadrille Publishing (2023) Harðspjalda | 128 bls. Stærð: 160 x 210 x 20 mm Tungumál: Enska
    Þyngd: 550 g Sjónvarpsþátturinn The Great British Sewing Bee er raunveruleikaþáttur sem sýndur hefur verið á BBC 2. Þar keppast 12 snjallir áhugasaumarar um að gera fallegar flíkur og sína dómurunum Esme Young og Patrick Grant. Þessi bók er gerð af þáttaframleiðendunum og sýnir snjalla og góða tækni sem mikilvægt er að tileinka sér í fatasaumi. Farið er yfir mismunandi þykktir á efnum, fallegan frágang og ýmsar skreytingar á fatnaði.
  • Höfundur: Jen Rich
    Útgefandi: Octopus books 2023 Harðspjalda | 145 bls. Stærð: 235 x 166 x 19 mm Tungumál: Enska Þyngd: 495 g Stitch, Sewing Projects for the Modern Maker er falleg og stílhrein bók með 30 saumaverkefnum sem innihalda bæði töskur og poka, pottaleppa, körfur og ýmislegt nytsamlegt. Skýrar og einfaldar leiðbeiningar sem gott er að fylgja eftir.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 25 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 14,5 x 15,5 x 18 cm.
  • Höfundur: Tone Finnanger Útgefandi: David & Charles (2017)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 580 g | Mál: 210 x 273 mm A brand new Tilda project book featuring stunning photography of the latest Tilda patchwork and quilting projects in the colourful new Tilda fabric ranges. In this glorious celebration of her love of fabric, you'll find over 20 sewing, patchwork, applique and quilting projects that will bring colour and beauty to your home. Projects include stunning quilts, pretty pillows, sophisticated soft toys, and beautiful accessories such as pincushions, pumpkins, flowers, stockings and more - all designed with characteristic Tilda charm. Featuring gorgeous photography, in-depth instructions and full-size templates, you'll soon be sewing by heart.
  • Höfundur: Carolyn N.K. Denham - Merchant & Mills Ùtgefandi: Pavilion Books (2014)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 250 g | Mál: 130 x 180 x 15 mm
    Handhæg og flott bók frá Merchant & Mills sem eru sérfræðingar í fatasaumi.  Í bókinni er svarað helstu spurningum um fatsaum og saumaskap. Troðfull bók að nytsamlegum upplýsingum um efni, áhöld og aðferðir.
    Dæmi um umfjöllunarefni: Frá undirbúningi til frágangs, mælingar og merkingar, sniðsaumar og rykkingar, saumar, hreyfivídd, faldar, fóður og festingar eins og tölur eða hnappar og rennilásar. Það eru upplýsingar um hvernig á að nota og skilja snið, grunnbreytingar á sniðum og fullt af ráðum um hvernig á að nota besta vin fatasaumarans; straujárnið.
  • Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: Sænska
    Þyngd: ‎150 g | Mál: ‎170 x 240 mm
    Öll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan  Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu.  Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.  
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Fingurbjargir úr leðri sem laga sig að fingrinum.  Það eru engir saumar á því svæði sem nálin snertir.  Einstök lögunin myndar sléttan flöt yfir fingurgóminn.
    • Engir saumar eða spor sem hindra þegar þrýst er á nálina.
    • Saumaðir í þrívídd svo þær passi betur á fingurinn.
    • Tvöfalt leður fyrir öryggið.
    Mál
    • Lítil (#6028) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6029) - 16 mm
    • Stór (#6030) - 17,5 mm
  • Sweet 'n Sharp Macaron er nálasegull sem heldur nálum og títiprjónum á sínum stað. Ekki bara sætur heldur líka nytsamlegur. Oddinum á saumnál er stungið í mjúka púðann í raufinni til að brýna hana. Fæst í tveimur litum:
    • Hindberjableikt (#4130)
    • Pistasíuhnetugrænt (#4131)
  • Góðir beittir títuprjónar með flötum haus. Koma í boxi og eru í 4 mismunandi litum. 100 stk. í boxi.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Hægt er að nota hverja doppu aftur og aftur, límið helst í einhvern tíma. Inniheldur 12 leðurdoppur.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Sérstakt lím fylgir sem heldur fingurbjörginni á sínum stað. Hverja límdoppu er hægt að endurnýta aftur og aftur. Inniheldur 1 málmdoppu og 8 límdoppur.
  • Sajou fyrirtækið er hvað þekktast fyrir nálabréfin. Þetta bréf er með úrvali af 40 nálum. Saumnálar með góðum oddi, 20 talsins ásamt 20 fíngerðum jafanálum.  Fullkomið fyrir fíngerða útsauminn og annan saumaskap. Frábær gjöf fyrir áhugafólk um hannyrðir.
  • Mjög langar nálar með beittum oddi til að nota við dýnusaum eða annað þar sem þarf að stinga í gegnum þykkt lag af efnum. Lengd 20 cm - 2 stk. í pakka.
  • Títuprjónar úr stáli með glerhaus - 30 x 0,6 mm (extra fine) - 20g /pk.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULPÚÐI

    Original price was: 2.595kr..Current price is: 1.817kr..
    CLOVER segulpúðar (eða segulbakki) þjóna sama hlutverki og nálapúðar, nálar og títuprjónar festast við. Þegar setið er við saumavél hoppar títuprjóninn í púðann þegar honum er haldið nálægt og það sparar tíma. Kemur með loki sem heldur öllu á sínum stað og nokkrum títuprjónum.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Afsláttur!

    Clover SEGULARMBAND

    Original price was: 2.270kr..Current price is: 1.589kr..
    Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
  • Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
Go to Top