3 skipti frá kl. 17:30-19:30 Þriðjudagur 28. janúar Þriðjudagur 4. febrúar Þriðjudagur 18. febrúar Þetta samprjón er upplagt fyrir þá prjónara sem eru að takast á við peysuprjón í fyrsta skipti eða vilja rifja upp. Falleg, einföld og stílhreint peysa úr Halaus garninu frá Novita prjónuð á 5-6 mm prjóna. Það verður farið í eftirfarandi:
  1. Prjóna prjónfestuprufu og velja rétta stærða af prjónum og peysu.
  2. Prjóna ofan frá og máta peysuna eftir því sem prjóninu vindur fram.
  3. Styttar umferðir til að fá fallegra hálsmál.
  4. Laskaútaukningar.
Uppskriftin er á ÍSLENSKU.
Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana. Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri. Umsjón með samprjóninu hefur Magna Rún frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftina og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang. Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Uppskriftin fylgir FRÍ með garnkaupum. Samprjónið kostar ekkert en til að taka þátt þarf að kaupa garnið í peysuna í Storkinum tímanlega fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang, kt. og símanúmer. Það eru 6 stærðir í uppskriftinni: S (M) L (XL) 2XL (3XL)

Ummál bols á prjónaðri peysu eftir stærðum er: 100 (108) 116 (124) 132 (140) cm

Garnmagn í peysu eftir stærðum:  450 (450) 500 (550) 600 (650) g eða 9 (9) 10 (11) 12 (13) x 50g hnota.

Verð í peysu með afslætti eftir stærðum: 12.204 kr. (12.204 kr.) 13.560 kr. (14.916 kr.) 16.272 kr. (17.628 kr.)

Hér er miðað við að peysan sé prjónuð eftir prjónfestunni sem gefin er upp og í sömu bol- og ermasídd.

Smellið hér til að skoða garnið:

https://storkurinn.is/vara/novita-halaus/?v=a2a551a6458a