• Prjónasnúra úr mjúku efni. Snúran er með stuttum prjóni á öðrum endanum til að þræða í gegnum lykkjurnar sem á að geyma. Prjóninum er svo stungið inn í tappa á hinum endanum og hægt að draga snúruna í gegn eins langt og þarf. Öruggt og þægilegt. Styttri snúran er algjör snilld til að geyma lykkjur í handvegi eða hálsmáli og sú lengri fyrir lykkjur á bol, t.d. þegar peysa er prjónuð ofan frá og mátuð. Tvær lengdir fáanlegar
    • Stutt: 23-41 cm (#3161)
    • Löng:  61-91 cm (#3162)
  • Prjónaoddahlífar fyrir hringprjóna. Báðum oddum hringprjónsins er smeygt inn í göt og haldast þar til að vernda oddana og passa að lykkjurnar sleppi ekki fram af prjónunum. Tvær stærðir í boði; minni fyrir 2-5mm prjóna og stærri fyrir 5-10mm prjóna. Tvenn pör í pakka.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Prjónatappar úr sílíkóni sem koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjónunum. Minni stærð: Fyrir prjóna 2 mm - 4,5 mm (#333-S). Stærri stærð: Fyrir prjóna 3,75 mm - 6,5 mm (#333-L). 4 stk. í pakka.  
Go to Top