• Höfundur: Lucinda Guy Útgefandi: Trafalgar Square (2005) Harðspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 649 g | Mál: 215.4 x 260.6 x 14,22 mm

    Handknits for Kids : 25 Original Designs for Girls and Boys

    Frá hönnuðinum Lucindu Guy hafa komið nokkrar skemmtilegar bækur sem hafa verið uippseldar i langan tíma. Loksins fengum við aftur þessa bók sem inniheldur 25 fallegar flíkur og fylgihlutir fyrir stráka og stelpur frá 2 til 5 ára. Þá er einnig leikföng í henni, sætar mýs. Fókusinn er á myndprjónið. Lucinda hefur einstakan stíl og prjónhönnun hennar gleður augað.
  • Höfundur: Stella Ruhe Útgefandi: Search Press Ltd (2020)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 798 g | Mál: 200 x 280 x 15 mm

    Traditional Dutch Ganseys for Children : Over 40 Sweaters to Knit from 30 Fishing Villages

    Frá um 1875 til 1950 notuðu hollenskir sjómenn peysur með sérstökum mynstrum einungis prjónuð með sléttri og brugðinni lykkju, stundum einnig köðlum. Þessar peysur (ganseys á ensku) urðu að einkennistákni hollensku sjómannanna sem notuðu þær.  Mörg börn úr fjölskyldum sjómannanna notuðu sams konar peysur og fundist hafa margar myndir undanfarin ár sem sýna þessa peysuhefð. Stella Ruhe hefur áður skrifað tvær bækur um duggarapeysuhefðina en í þetta sinni beinir hún sjónum að barnapeysum. Í bókinni eru 40 peysuuppskriftir frá 30 ólíkum hollenskum þorpum. Uppskriftirnar byggja á upprunalegum mynstrum sem fjölskyldur hafa deilt svo og þeim sem hafa fundist í skjalasöfnum. Stærðirnar eru fyrir 1 til 14 ára, en auðvelt er að breyta stærðum eftir leiðbeiningum frá höfundi í bókinni. Mynsturteikning fylgir með hverri uppskrift.
  • KNITHOW

    3.995kr.
    Höfundur: Ritstjórar Pompom Meghan Fernandes & Lydia Gluck Útgefandi: Pom Pom Press (2018) Mjúkspjalda | 164 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 581 g
    Þessi bók kemur frá hina vinsæla prjónatímariti Pompom.  Bók er fyrir byrjendur í prjóni, sú eina sem þarf til að hefja ferðalagið inn í prjónaheiminn.  Knit How er auðveld og þægileg bók tmeð góðum leiðbeiningum. Bókin inniheldur auk kennslukaflanna, tíu prjónauppskriftir af fylgihlutum og flíkum, ásamt teikningum af prjóntækni og margar góðar ábendingar og ráð fyrir nýja prjónara. Í bókinni eru bæði teknar fyrir prjónaaðferðir, sem á ensku heita pick og svo throw. Pick er aðferðin sem líka er kölluð continental og er notuð á Íslandi, hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Hér geturðu séð myndir úr bókinni: KNITHOW  
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Handhægur teljari sem telur uppi 99. Hægt að hafa hann um hálsinn, festa við verkefnatösku eða hafa lausann. Hægt að læsa honum þannig að talningin breytist ekki óvart í töskunni.
  • Einfaldur og góður teljari sem telur uppí 99. Ýtt er á takkann ofan frá og endurstillt þegar þarf á hliðinni.
Go to Top