• Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
  • Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2022)
    Tungumál: Enska & hollenska (sama heftið) Þyngd: 160 g | Mál: 21 x 29 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru 11 uppskriftir af peysum og fylgihlutum karlmenn og smábörn. Peysurnar eru stílhreinar og klassískar og hannaðar til að nota vel og lengi. Uppskriftirnar eru á tveimur tungumálum; ensku og hollensku.
  • Teygjuþráður fyrir prjón eða hekl. Lagður með garni t.d. í hálslíningu eða stroff. Fíngerður þráður - 200 m á kefli.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Höfundur: Heidi Kaiser, Babette Ulmer, Britta Kremke
    Útgefandi: Kremke Handelsgesellschaft
    Mjúkspjalda | 35 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 85 g  Stærð:  210 x 147 mm
  • Líðtið og létt prjónamál sem mælir prjónastærðir 2 mm - 15 mm.
  • Þegar sauma þarf saman brúnir í prjóni er gott að hafa grófa títuprjóna til að halda stykkjunum saman. Þessir títuprjónar eru 7 cm langir og oddurinn er bljúgur svo hann kljúfi ekki garnið. 10 stk. í pakka með bleikum, grænum og gulum hausum. Ath. þessi vara er hætt í framleiðslu og kemur ekki aftur.
Go to Top