• Höfundur: Stella Ruhe Útgefandi: Search Press Ltd (2020)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 798 g | Mál: 200 x 280 x 15 mm

    Traditional Dutch Ganseys for Children : Over 40 Sweaters to Knit from 30 Fishing Villages

    Frá um 1875 til 1950 notuðu hollenskir sjómenn peysur með sérstökum mynstrum einungis prjónuð með sléttri og brugðinni lykkju, stundum einnig köðlum. Þessar peysur (ganseys á ensku) urðu að einkennistákni hollensku sjómannanna sem notuðu þær.  Mörg börn úr fjölskyldum sjómannanna notuðu sams konar peysur og fundist hafa margar myndir undanfarin ár sem sýna þessa peysuhefð. Stella Ruhe hefur áður skrifað tvær bækur um duggarapeysuhefðina en í þetta sinni beinir hún sjónum að barnapeysum. Í bókinni eru 40 peysuuppskriftir frá 30 ólíkum hollenskum þorpum. Uppskriftirnar byggja á upprunalegum mynstrum sem fjölskyldur hafa deilt svo og þeim sem hafa fundist í skjalasöfnum. Stærðirnar eru fyrir 1 til 14 ára, en auðvelt er að breyta stærðum eftir leiðbeiningum frá höfundi í bókinni. Mynsturteikning fylgir með hverri uppskrift.
  • Höfundur: Bristol Ivy
    Útgefandi: Pom Pom Press (2019)
    Mjúkspjalda | 108 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 391 g Þetta er önnur bók hins þekkta prjónhönnuðar Bristol Ivy. Áður kom út 2017 bókin Knitting Outside the Box. Í þessari bók beinir hún sjónum að sex mismunandi flíkum sem eru allar með sniði sem er í ætt við klæðskerasniðnar flíkur með fellingar og "draperingar". Elegant peysa, þrjár opnar peysur og tveir kragar/hringtreflar endurskapaðir í anda Bristol Ivy. Hún endurhugsar hvernig peysur eru sniðnar og fara á líkamanum.
  • Höfundur: Ieva Ozolina Útgefandi: David & Charles (2018)
    Mjúkspjalda | 128 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 499 g | Mál: ‎210 x 273 x 12,7 mm
    Fimmtíu uppskriftir af vettlingum, handstúkum og grifflum í anda letttneskrar prjónahefðar. Lettland er þekkt fyrir falleg prjónamynstur og vettlingahefð. Erfiðleikastigið er allt frá einföldu til flókins. Handprjónaðir vettlingar hafa alltaf gegnt mikilvægu hlutverki í menningasögu Lettlands. Þar læra stelpur að prjóna ungar og það er hefð fyrir því að tilvonandi brúður prjóni vettlinga og gefi gestum á brúðkaupsdaginn. Þessi bók endurspeglar þessa fallegu hefð og sýnir að vettlingarnir eiga jafn vel við í dag og áður fyrr. Hér má sjá myndir úr bókinni: Knit Like a Latvian
  • Höfundur: Louise Crowther Útgefandi: David & Charles (2016)
    Mjúkspjalda | 128 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 499 g | Mál: ‎210 x 276 x 10,16 mm

    My Knitted Doll: Knitting patterns for 12 adorable dolls and over 50 garments and accessories

    You will love this collection of knitted dolls and their simply stunning outfits and accessories. Choose from Faye with her cute bunny ear beanie and boots or Naomi with her Fair Isle dress and Mary Jane shoes. All the dolls can be adapted so you can change their hairstyles and colour - perfect for personalising to make an extra special present. All the dolls' clothes are interchangeable so you can make one doll and keep adding to her wardrobe or choose your favourite garments to knit your own unique outfit. These knitted dolls make wonderful presents for children and grown up children who will adore the stunning attention to detail in their very contemporary clothes.
  • Þegar sauma þarf saman brúnir í prjóni er gott að hafa grófa títuprjóna til að halda stykkjunum saman. Þessir títuprjónar eru 7 cm langir og oddurinn er bljúgur svo hann kljúfi ekki garnið. 10 stk. í pakka með bleikum, grænum og gulum hausum. Ath. þessi vara er hætt í framleiðslu og kemur ekki aftur.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Handhægur teljari sem telur uppi 99. Hægt að hafa hann um hálsinn, festa við verkefnatösku eða hafa lausann. Hægt að læsa honum þannig að talningin breytist ekki óvart í töskunni.
  • Einfaldur og góður teljari sem telur uppí 99. Ýtt er á takkann ofan frá og endurstillt þegar þarf á hliðinni.
Go to Top