• Höfundur: Weichien Chan Útgefandi: Quadrille Publishing 2024 Linspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 620 g | Mál: 252 x 200 x 16 mm

    arctic knits - jumpers, socks,  hats and mittens - Weichen Chan

    Falleg bók með vönduðum tvíbandaprjóns- uppskriftum að peysum, sokkum, húfum og vettlingum.
  • Höfundur: Ieva Ozolina Útgefandi: David & Charles (2024)
    Mjúkspjalda | 218 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎210 x 273 x 12,7 mm
    Hundrað uppskriftir af vettlingum, handstúkum og grifflum í anda letttneskrar prjónahefðar. Lettland er þekkt fyrir falleg prjónamynstur og vettlingahefð. Erfiðleikastigið er allt frá einföldu til flókins. Handprjónaðir vettlingar hafa alltaf gegnt mikilvægu hlutverki í menningasögu Lettlands. Þar læra stelpur að prjóna ungar og það er hefð fyrir því að tilvonandi brúður prjóni vettlinga og gefi gestum á brúðkaupsdaginn. Þessi bók endurspeglar þessa fallegu hefð og sýnir að vettlingarnir eiga jafn vel við í dag og áður fyrr.
  • Höfundur: Anna Nikipirowicz
    Ùtgefandi: David & Charles (2024)
    Linspjalda | 176 bls. Þyngd: 580 g |  Mál: ‎190 x 245 x 12 mm 

    Mosaic Chart Directorry for Knitting + Crochet

    • Mósaík er litskipti tækni sem hjálpar þér að gera flókin endurtekin munstur án þess að skipta um lit í miðri umferð.
    • Byrjendur jafnt og lengra komnir geta notast við mynstrin. Aðeins grunnþekkingu í hekli eða prjóni er krafist, en það er líka sýnt í bókinni.
    • Prjónarar og heklarar geta notað sömu aðgengilegu mynstrin.
    • Lengra komnir geta nýtt sér þessi mynstur og aðferðir og prjónað/heklað þau í flíkur.
     
  • Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2022)
    Tungumál: Enska & hollenska (sama heftið) Þyngd: 160 g | Mál: 21 x 29 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru 11 uppskriftir af peysum og fylgihlutum karlmenn og smábörn. Peysurnar eru stílhreinar og klassískar og hannaðar til að nota vel og lengi. Uppskriftirnar eru á tveimur tungumálum; ensku og hollensku.
  • Teygjuþráður fyrir prjón eða hekl. Lagður með garni t.d. í hálslíningu eða stroff. Fíngerður þráður - 200 m á kefli.
  • Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Vor 2024)
    Tungumál: Sænska Þyngd: 350 g | Mál: 21 x 29,5 mm NOVITA tímaritin koma út fjórum sinnum á ári; vor-, sumar-, haust- og vetrarblöð.  Hvert tímarit með um eða yfir 40 uppskriftum fyrir börn, fullorðna og heimilið.
    Uppskriftirnar eru með teikningum ef við á og er auðvelt að fylgja. Í hverju blaði er er kennsla á tiltekinni aðferð í hannyrðum.
  • Höfundur: Jorid Linvik Útgefandi: Känguru (2016)
    Harðspjalda | 191 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 890 g | Mál: 197 x 267 x 23 mm 
    Við höfum áður verið með þessa bók á norsku og ensku en hér er hún komin á sænsku. Sama góða vettlingabókin sem hefur slegið öll vinsældarmet og nú á frábæru verði. Jorid Linvik er höfundur nokkurra mjög vinsælla prjónabóka um vettlinga- og sokkaprjón. Þessi bók eru með fjölbreyttum uppskriftum af vettlingum í litríkum og fallegum mynstrum. Alls 45 prjónaverkefni, í stíl Joridar, glaðleg og uppáhald margra, enda metsöluhöfundur í prjónaheiminum. Mikið af góðum myndum, mynsturteikningum og skýringum á aðferðum. Bókin inniheldur: Góðar leiðbeiningar um vettlingaprjón, mynsturteikningar og að auki reiti til að gera þitt eigið mynstur. Margar stærðir bæði á börn og fullorðna. Eitthvað fyrir alla, bæði hefðbundið, rómantískt og nýjar hugmyndir.  
  • Höfundur: Linka Neumann Útgefandi: Lind & Co (2021)
    Mjúkspjalda | 143 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 670 g | Mál: 200 x 257 x 15 mm 

    Ævintýrið heldur áfram - meira af peysum fyrir yngri og eldri frá Linka Neumann

    Hér er önnur bók Linku Neumann með meira af flottum útivistarpeysum fyrir börn og fullorðna. Margar peysur úr bókinni eiga eftir að rata í jólapakka fjölskyldunnar. Bókin inniheldur 26 prjónaverkefni; peysur, vettlingar, húfur og fleira. Mynsturteikninfar fylgja öllum uppskriftum og myndirnar í bókinni munu fylla alla prjónara innblæstri því þær eru svo fallegar. Peysurnar er bæði í anda lopapeysunnar með hringmynstri á axlastykkinu, en líka með ísettum ermum og laskaermum. Stærð barna er breytileg og því borgar sig alltaf að mæla barnið sem á að fá peysuna, fremur en að styðjast eingöngu við aldur.  
  • Höfundur: Karin Kahnlund Harðspjalda | 151 bls. Tungumál: Sænska
    Þyngd: ‎550 g | Mál: ‎177 x 253 x 19 mm
    Prjónameistarinn Karin Kahnlund prjónar vettlingar allan ársins hring. Í Svíþjóð eru veturnir kaldir og vettlingar nauðsynlegir. Allir eiga vettlinga og það er löng vettlingahefð í Svíþjóð. Í bókinni eru hefðbundnir sænskir vettlingar ásamt nýrri hönnun; fingravettlingar, belgvettlingar, og grifflur í mörgum ólíkum útfærslum. Karin Kahnlund gerir góðar uppskriftir með smáatriðum og tækni þannig að prjónarar geti gert mismunandi kanta, stofna, þumaltungur, úrtökur á totu og mynstur. Virkilega eiguleg bók fyrir áhugafólk um vettlingaprjón.
  • Höfundur: Anna Bauers Ùtgefandi: Bokförlaget Polaris (2023)
    Harðspjalda | 150 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 680 g | Mál: ‎258 x 188 x 18 mm 
    Anna Bauer er textíllistakona hefur safnað saman gömlum rúðumynstrum sem er hægt að nota í prjóni og úttalinn útsaum. Mjög skemmtileg bók sem á eftir að nýtast mörgum sem vilja setja mynsturbekki á peysur, sokka eða vettlinga. Eiguleg handbók fyrir hannyrðafólk. Það hafa áður komið út tvær bækur um "hönsestrik" eftir Anna Bauer þar sem þessi mynstur nýtast vel.
  • Höfundur:  Kate Davies Útgefandi: Kate Davies Designs (2020)
    Mjúkspjalda | 119 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 470 g | Mál: 210 x 260 mm
    Warm Hands Dásamlega falleg vettlingabók þar sem líka leynast handstúkur og grifflur. When Jeanette Sloan and Kate Davies got together to develop a new design collection the results were sure to be colourful and creative. From their line-up of 15 original patterns, you might choose to knit mismatched mitts in bold two-tone intarsia or a dramatic pair of elbow-length cabled gauntlets. From warm mittens to delicate wristlets, from fingerless to full gloves, Jeanette and Kate’s design selection includes a wide variety of shades and styles, while among the book’s many different takes on texture, lace and colourwork, you’ll be sure to find your favourite kind of knitting, or interesting new techniques to explore. Featuring patterns from globally-renowned knitting names alongside the work of talented new faces, this innovative collection brings the work of designers around the world together with fresh ideas, ready needles—and warm hands.
  • Höfundur:  Kate Davies Útgefandi: Kate Davies Designs (2024)
    Mjúkspjalda | 124 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 470 g | Mál: 210 x 260 mm
    10 Years in the Making “Time, for a hand knitter, accrues, attenuates, shifts gradually, moving on in its own folds and gathers rather than straight lines.” Kate Davies lítur til baka yfir liðinn áratug sem prjónhönnuður og gefur nú út afmælisbók. Bókin inniheldur safn af fallegum uppskriftum. Kate hefur sinn einstaka stíl og nýjar peysur eru m.a. Sterntaucher og Fleckit,  og endurútgefnar uppskriftir eru Carbeth og Paper Dolls, allar settar fram á skýran hátt af Kate og inniheldur magar stærðir. Tólf mismunandi peysur, heilar og opnar, m.a. einfaldar peysur eins og  Evendoon peysan. Kate er mest þekkt fyrir tvíbandapeysur en hún er líka ótrúlega flink í kaðlaprjóni. Þið finnið hefðbundnar peysur með hringmynstri á axlum, hettupeysu, hálskraga, húfur og sokkaskó, og teppið Sterrie sem er einfalt í nútímalegum stíl.
    • 18 uppskriftir
    • 4 uppskriftir endurútgefnar (Owls, Paper Dolls, Carbeth og Carbeth Cardigan)
    • 14 splunkunýjar uppskriftir
    • margar stærðir
  • Höfundur:  Kate Davies Útgefandi: Kate Davies Designs (2024)
    Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 470 g | Mál: 210 x 260 mm
    Frábær bók frá Kate Davies. Hún er þekkt fyrir að vera snillingur í tvíbandaprjóni en í þessari bók sést að hennar styrkleikar eru líka í kaðlaprjóni. Ef þið viljið stílhreinar og tímalausar peysur og góðar og skilmerkilegar uppskriftir þá er þetta bók fyrir ykkur.
    SARK

    Sark (n) a simple shirt or chemise 

    Sark (v) to clothe, to provide with clothing  Sark (n) the underlying structure of a roof or building  Sark (v) to line or underpin  In Scots, a sark is an essential layer, the foundation of any outfit. In her new collection, Kate Davies has created twelve foundational designs with structure and simplicity at their heart. Featuring a technique of twisting stitches that produces fabric with a beautifully textured and embossed appearance, each pattern explores the creative potential of the twisted stitch in pieces that are engaging to knit and easy to wear. There’s a comfortable oversized gansey, a smart cardigan with panels and puffed sleeves, a pair of yoke sweaters, a cosy wrap, and an appealing range of quick-to-knit one-skein accessories, all designed with the clear instructions and clean finishing details that are hallmarks of Kate’s work. The book also includes a collection of thought-provoking monochrome images, as Tom explores ideas of pattern and structure in the natural world and built environment. A celebration of collaborative, creative making, Sark is a book as beautiful as it is useful. 12 patterns (6 garments, 6 accessories) for DK / sportweight yarn. Introduction by Kate Davies plus interview with Norah Gaughan.
  • Höfundur: Anna Johanna
    Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: ‎212 x 277 x 21 mm
    Strands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar  Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 269 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2023)
    Tungumál: Enska, þýska & hollenska og sænska (sama heftið) Þyngd: 475 g | Mál: 21 x 27 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru þau í samstarfi við hið alkunna ARABIA fyrirtækið, sem gerir ýmsa fallega heimilismuni, keramik og textíl. Í blaðinu má finna 23 uppskriftir af ýmsum nytja og skrautmunum, til dæmis púðum, glasamottum, teppu, mottu, peysu og tösku.
  • Líðtið og létt prjónamál sem mælir prjónastærðir 2 mm - 15 mm.
  • Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
       
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
    ATH. Dönsk þýðing fylgir með!
       
  • Höfundur:  Marie Wallin Útgefandi: Marie Wallin Designs (2024)
    Mjúkspjalda | 130 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 585 g | Mál: 215 x 280 mm
    ARAN er fyrsta bókin frá Marie Wallin þar sem hún notar eingöngu garn í aran grófleika (prjónar 4,5 - 5 mm). Innblásturinn kemur, eins og oft áður, frá hefðbundnum Fairisle (Fagureyjar) mynstrum, mynstrum með reistum lykkjum (slétta lykkja prjónuð snúin), og hefðbundnum kaðlamynstrum.  Flestar peysurnar eru í þægilegri hreyfivídd, nema peysurnar ‘Budle’ og ‘Alnwick’, sem eru aðsniðnar. Það eru sjö uppskriftir, allar prjónaðar í hring, þar af fjórar klipptar upp efir á. Það eru góðar vinnulýsingar í bókinni með myndum sem sýna tvær aðferðir við að klippa upp, með og án saumavélar. Það eri fimm heilar peysur, fjórar hnepptar peysur, eitt vesti og tveir fylgihlutir, alls tólf æðisleg prjónaverkefni!
    Berwick is in 3 sizes: S/M/L, XXL/XXL & 3XL Farne is in 5 sizes: S/M, M/L, L/XL, XXL/2XL & 3XL
    Kvenstærðirnar eru S, M, L, XL, XXL, 2XL OG 3XL og passa fyrir ummál 81-86 cm, 91-97cm, 102-107cm, 112-117cm, 122-127cm, 132-137 cm og 142-147 cm. Uppskriftin Berwick er í 3 stærðum: S/M/L, XXL/XXL & 3XL. Uppskriftin Farne er í 5 stærðum: S/M, M/L, L/XL, XXL/2XL & 3XL. Hverri bók fylgir rafbók, það er kóði til að hlaða bókinni niður í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann. Þá er auðvelt að stækka mynstrin þegar prjónað er eftir þeim.
  • Höfundur:  Marie Wallin Útgefandi: Marie Wallin Designs (2022)
    Mjúkspjalda | 121 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 550 g | Mál: 215 x 280 mm
    Cumbria, sérstök bók frá Marie Wallin því þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur peysur á herra með. Í bókinni eru 11 verkefni, þar af 3 herrapeysur, 6 dömupeysur og 2 fylgihlutir. Allar peysurnar er hægt að prjóna í hring að viðbættum klippilykkjum þar sem hliðar eða handvegsop á að vera. Í bókinni er sérstakur kafli þar sem kennt er að klippa upp peysur. Kvenstærðirnar eru S, M, L, XL, XXL, 2XL OG 3XL og passa fyrir ummál 81-86 cm, 91-97cm, 102-107cm, 112-117cm, 122-127cm, 132-137 cm og 142-147 cm. Herrastærðirnar eru XS, S, M, L, XL, XXL, 2XL og 3XL og passa fyrir ummál 97-102 cm, 102-107 cm, 107-112 cm, 112-117 cm, 117-122 cm, 122-127 cm, 127-132 cm og 132-137 cm. Hverri bók fylgir rafbók, það er kóði til að hlaða bókinni niður í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann. Þá er auðvelt að stækka mynstrin þegar prjónað er eftir þeim.
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Ùtgefandi: Quadrille Publishung (2023)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950 g | Mál: 210 x 270 x 22 mm 
  • Höfundur: Kotomi Hayashi
    Ùtgefandi: Tuttle Publishing (2023)
    Harðspjalda | 96 bls. Þyngd: 780 g |  Mál: ‎216 x 279 x 16 mm 

    55 Fantastic Japanese Knitting Stitches

    • Falleg mynstur sem eru eins báðum megin.
    • Mynstur sem setja þrívídd í prjónið
    • Nýlegar útfærslur á klassísku prjóni, svo sem köðlum og öðru áferðarprjóni
    • Mynstur og lykkjur í óvanalegum litasamsetningum sem gefa endalausa möguleika fyrir sköpunargleðina
     
Go to Top