• Höfundur:  Kate Davies Útgefandi: Kate Davies Designs (2020)
    Mjúkspjalda | 119 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 470 g | Mál: 210 x 260 mm
    Warm Hands Dásamlega falleg vettlingabók þar sem líka leynast handstúkur og grifflur. When Jeanette Sloan and Kate Davies got together to develop a new design collection the results were sure to be colourful and creative. From their line-up of 15 original patterns, you might choose to knit mismatched mitts in bold two-tone intarsia or a dramatic pair of elbow-length cabled gauntlets. From warm mittens to delicate wristlets, from fingerless to full gloves, Jeanette and Kate’s design selection includes a wide variety of shades and styles, while among the book’s many different takes on texture, lace and colourwork, you’ll be sure to find your favourite kind of knitting, or interesting new techniques to explore. Featuring patterns from globally-renowned knitting names alongside the work of talented new faces, this innovative collection brings the work of designers around the world together with fresh ideas, ready needles—and warm hands.
  • Höfundur: Laura Dalgaard
    Útgefandi: Gyldendahl (2022) Harðspjalda | 320 bls. Stærð: 276 x 230 x 30 mm Tungumál: Danska Þyngd: 1.241 g
  • Höfundur: Jorid Linvik Útgefandi: Känguru (2016)
    Harðspjalda | 191 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 890 g | Mál: 197 x 267 x 23 mm 
    Við höfum áður verið með þessa bók á norsku og ensku en hér er hún komin á sænsku. Sama góða vettlingabókin sem hefur slegið öll vinsældarmet og nú á frábæru verði. Jorid Linvik er höfundur nokkurra mjög vinsælla prjónabóka um vettlinga- og sokkaprjón. Þessi bók eru með fjölbreyttum uppskriftum af vettlingum í litríkum og fallegum mynstrum. Alls 45 prjónaverkefni, í stíl Joridar, glaðleg og uppáhald margra, enda metsöluhöfundur í prjónaheiminum. Mikið af góðum myndum, mynsturteikningum og skýringum á aðferðum. Bókin inniheldur: Góðar leiðbeiningar um vettlingaprjón, mynsturteikningar og að auki reiti til að gera þitt eigið mynstur. Margar stærðir bæði á börn og fullorðna. Eitthvað fyrir alla, bæði hefðbundið, rómantískt og nýjar hugmyndir.  
  • Höfundur: Stephanie Earp & Naomi Endicott Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 760 g | Mál: 211 x 276 x 15 mm 
  • Höfundur: Lotta H. Löthgren Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 720 g | Mál: 178 x 247 x 20 mm 
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 269 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • 52 WEEKS OF SCRAP YARN Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Útgefandi: Laine Publishing (2025)
    Harðspjalda | 264 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Ùtgefandi: Quadrille Publishing (2023)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 960 g | Mál: 210 x 270 x 22 mm 
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Útgefandi: Quadrille Publishung (2023)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950 g | Mál: 210 x 270 x 22 mm 
  • Höfundur: Annika Konttaniemi Útgefandi: Cozy Publishing (2023) Harðspjalda | 232 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 750 g | Mál: 170 x 241 mm

    Arctic Knitting, The Magic of Nature and Colourwork

    Falleg bók með klassískum verkefnum eftir finnska prjónhönnuðinn Annika Konttaniemi. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna þá eru norðurslóðir þemað. Ótrúlega falleg og inspíraerandi myndir í bókinni.
  • KNIT THIS!

    6.795kr.
    Höfundur: Veronika Lindberg, Kutovakika Útgefandi: Cozy Publishing (2022) Harðspjalda | 189 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 650 g | Mál: 170 x 225 mm
    Knit This! 21 dásamlega fallegar uppskriftir til að nota hversdags
    Bókin inniheldur 21 prjónauppskrift, m.a. hina vinsælu Dirty Caramel Sweater og margr fleiri sem hafa slegið í gegn. Stíllinn er nútímalegur, kvenlegur og elegant. Peysurnar eru hannaðar með notandann í huga, eru þægilegar og munu endast lengi. Það eru einnig góðar ábendingar í bókinni um prjóntækni og góð ráð um garnval.
  • Höfundur: Ronja Hakalehto Útgefandi: Cozy Publishing (2023) Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 580 g | Mál: 247 x 175 x 22 mm

    Lakeside Stitches, Gentle Knits from the North – Ronja Hakalehto

    Falleg bók með sígildum en spennandi verkefnum eftir finnska prjónhönnuðinn Ronju Hakalehto. Peysan á bókarkápunni segir meira en nokkur orð. Myndatakan og verkefnin eru fyrir jafn þau kröfuhörðustu.
  • Höfundur: Leeni Hoimela Ùtgefandi: Cozy Publishing (2024) Harðspjalda | 199 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 820 g | Mál: ‎215 x 265 mm

    Urban knit : Modern Nordic Patterns

    Urban Knit Classics er eftir hina hæfileikaríku Leeni Hoimela frá Finnlandi. Þetta er þriðja bókin sem við erum með frá henni. Stíllinn höfðar til marga nútímaprjónara, norrænn og klassískur. Peysur og fylgihlutir prjónaðir úr gæðagarni sem eiga að standast tímans tönn, halda notagildi sínu í mörg ár. Allt í takt við nýja tíma þegar við vöndum okkur við fatavalið og eigum þau lengi. Uppskriftir eftir Leeni Hoimela haf áður birst í Laine Magazine og fleiri tímaritum.
  • Höfundur: Leeni Hoimela Ùtgefandi: Cozy Publishing (2022) Harðspjalda | 183 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 835 g | Mál: ‎215 x 265 mm

    Urban knit Easy

    Urban Knit Easy er sérstaklega falleg prjónabók með peysum og fylgihlutum eftir Leeni Hoimela frá Finnlandi. Þetta er önnur bókin sem við erum með frá henni. Leeni er einstaklega smekklega kona og stíllinn hennar afslappaður og höfðar til margra prjónara í dag. Uppskriftir eftir Leeni Hoimela haf áður birst í Laine Magazine og fleiri tímaritum.
  • KNITHOW

    3.995kr.
    Höfundur: Ritstjórar Pompom Meghan Fernandes & Lydia Gluck Útgefandi: Pom Pom Press (2018) Mjúkspjalda | 164 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 581 g
    Þessi bók kemur frá hina vinsæla prjónatímariti Pompom.  Bók er fyrir byrjendur í prjóni, sú eina sem þarf til að hefja ferðalagið inn í prjónaheiminn.  Knit How er auðveld og þægileg bók tmeð góðum leiðbeiningum. Bókin inniheldur auk kennslukaflanna, tíu prjónauppskriftir af fylgihlutum og flíkum, ásamt teikningum af prjóntækni og margar góðar ábendingar og ráð fyrir nýja prjónara. Í bókinni eru bæði teknar fyrir prjónaaðferðir, sem á ensku heita pick og svo throw. Pick er aðferðin sem líka er kölluð continental og er notuð á Íslandi, hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Hér geturðu séð myndir úr bókinni: KNITHOW  
  • Höfundur: Dee Hardwick Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 785 g | Mál: 193 x 242 x 22 mm 
  • Höfundur: Meghan Fernandes  & Lydia Gluck
    Útgefandi: Pom Pom Press (2022)
    Mjúkspjalda | 136 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 472 g  Stærð:  217 x 245 mm
  • Höfundur:  Marie Wallin Útgefandi: Marie Wallin Designs (2022)
    Mjúkspjalda | 121 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 550 g | Mál: 215 x 280 mm
    Cumbria, sérstök bók frá Marie Wallin því þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur peysur á herra með. Í bókinni eru 11 verkefni, þar af 3 herrapeysur, 6 dömupeysur og 2 fylgihlutir. Allar peysurnar er hægt að prjóna í hring að viðbættum klippilykkjum þar sem hliðar eða handvegsop á að vera. Í bókinni er sérstakur kafli þar sem kennt er að klippa upp peysur. Kvenstærðirnar eru S, M, L, XL, XXL, 2XL OG 3XL og passa fyrir ummál 81-86 cm, 91-97cm, 102-107cm, 112-117cm, 122-127cm, 132-137 cm og 142-147 cm. Herrastærðirnar eru XS, S, M, L, XL, XXL, 2XL og 3XL og passa fyrir ummál 97-102 cm, 102-107 cm, 107-112 cm, 112-117 cm, 117-122 cm, 122-127 cm, 127-132 cm og 132-137 cm. Hverri bók fylgir rafbók, það er kóði til að hlaða bókinni niður í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann. Þá er auðvelt að stækka mynstrin þegar prjónað er eftir þeim.
  • Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm

    A KNITTING LIFE  - Back to Tversted

    „A Knitting Life – Back to Tversted“ er bók um fyrstu tuttugu ár Marianne Isager sem prjónahönnuður og eigandi garnfyrirtækisins ISAGER. Marianne segir frá arfleifð sinni, frá Åse Lund Jensen og hvernig hún samræmdi fjölskyldulíf og prjónalíf í litla þorpinu Tversted.

    Bókin inniheldur sögur og myndir frá áttunda og níunda áratugnum, auk 15 nýrra uppskrifta með prjónaleiðbeiningum sem nota sömu aðferðir og sjá má í hönnun frá þessum tveimur áratugum.

    Leiðréttingar má finna HÉR.

  • Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm

    A Knitting Life – Out into the World

    Breytumst við sem manneskjur í gegnum lífsreynslu okkar? Staðirnir sem við búum á; samtöl við fólkið sem við hittum; ferðalög til annarra landa; þátttaka í sérstökum atburðum. Hvað er það sem mótar og hefur áhrif á handverksfólk?

    A Knitting Life – Out into the World er önnur bókin af þremur þar sem Marianne Isager deilir prjónalífi sínu í gegnum fimm áratugi.

    Það var ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem Marianne Isager fór virkilega að kanna heiminn. Í þessari bók fylgjumst við með ferðalögum hennar til Suður-Ameríku, Afríku, Grænlands og Nepal. Á þessum ferðalögum opnast dyr að heimi óþrjótandi innblásturs. Þar eru það ekki aðeins mynstrin í vefnaði, körfum og leirkerum sem hrífa, heldur einnig arkitektúr, landslag og öll þau undur sem fylla hug og sál þegar maður heimsækir nýjan stað í fyrsta sinn og upplifir hefðirnar, matinn, fólkið og söguna sem smám saman læðist inn í merg og bein.
    Eins og í fyrstu bókinni eru hér kynnt þekkt hönnun eftir Marianne sem mörg hver endurspegla tískuna á sínum tíma. Í þessari bók eru einnig 16 ný prjónaverk með uppskriftum, öll innblásin af ferðalögum hennar, þar sem handverk og gæða garn mætast á einstakan hátt.

    Á þessum árum ferðalaga er heimabær Marianne, Tversted í Norður-Danmörku, fasti punkturinn í lífi hennar. Þar er einnig staðsett garnfyrirtækið Isager, sem Marianne rekur ásamt dóttur sinni, Helgu Isager.

  • Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm

    A Knitting Life 3 – Tokyo Tversted

    Marianne skrifar í formála bókarinnar:
    „Í fermingargjöf fékk ég tvo fallega tréskorna hluti frá frænda mínum, Niels. Þessi gjöf vakti áhuga minn á japanskri list og síðar, þegar japanskir tískuhönnuðir fóru að ryðja sér til rúms í vestrænum tískuheimi, jókst forvitni mín um þetta heillandi land enn frekar. Árið 2001 kynntist ég eiginmanni mínum, Nels, sem þá bjó og starfaði í Tókýó; þetta markaði upphaf af 15 árum af ferðalögum milli Japans og Danmerkur – og jafnframt upphaf margra auðgandi upplifana.

    Prjónasköpun mín er alltaf innblásin af því sem gerist í kringum mig – reynslu úr daglegu lífi og ferðalögum. Langar dvalir mínar í Japan urðu mikilvæg uppspretta innblásturs. Þessi bók fjallar um líf mitt í Japan og það sem veitti mér innblástur á þessari vegferð.“

    Leiðréttingar HÉR.

  • HANDCRAFT

    4.995kr.
    Höfundur: Helga Isager & Helga Jóna Þórunnardóttir Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 500 g | Mál: 24,5 x 17,5 cm

    Handcraft

    HANDCRAFT er samstarfsverkefni Helgu Jónu Þórunnardóttur og Helgu Isager.

    Þessi prjónabók inniheldur eitt grunnmynstur fyrir fingravettlinga og eitt fyrir venjulega vettlinga, með fjölbreyttum prjónamynstrum og mismunandi stroffi. Fallegar teikningar eftir japanska myndskreytinn Toshiko Koikegami sýna þá tækni sem notuð er í bókinni.

    Bókin er 112 blaðsíður.


    Í formála bókarinnar skrifa þær:

    „Hugmyndin að Handcraft kviknaði út frá sameiginlegri ástríðu okkar fyrir tækni og smáatriðum. Við höfum kennt prjónanámskeið saman í nokkur ár og nálgumst handverkið með sömu nákvæmni og natni. Hægt er að bæta hönnun með því að tryggja að lykkjurnar liggi fullkomlega, eða jafnvel með því að bæta við nokkrum lykkjum til að ná fram fallegum kanti. Kannski tökum við einar eftir muninum, en dýptin í ánægjunni sem fylgir því að klára vandað handverk knýr okkur áfram og tryggir að peysurnar eða treflarnir nýtist árum saman.

    Okkur langaði að búa til bók með safni af nokkrum uppáhalds aðferðum og hönnunum okkar. Við komumst að því að vettlingar og fingravettlingar væru kjörin valkostur, því í svo litlum hlutum þarf að beita ótrúlega mörgum tækniatriðum. Form vettlinga hefur í raun ekki breyst í aldir, þar sem þeir þurfa að laga sig að lögun mannshandarinnar. Hugmyndin okkar var að skrifa klassíska bók sem prjónarar geta notað sem litla handbók – hvort sem verið er að rifja upp tækni til að prjóna vettling eða peysu.“

  • Þessi frábæra bók er á leiðinni til okkar aftur vegna mikillar eftirspurnar. Við höfum selt á annað hundrað eintök til þessa og það er skiljanlegt því bókin er gimsteinn! Höfundur: Maruta Grasmane Útgefandi: Senā Klēts (The Old Granary) (2015)
    Harðspjalda | 438 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.450 g | Mál: 28,5 x 16 cm
    MITTENS OF LATVIA er bók frá þjóðminjasafninu í Lettlandi með 178 hefðbundnum lettneskum vettlingamynstrum. Fjallað er um lettneska vettlingahefð og prjóntækni sem tengist þeirra vettlingaprjóni. Hver vettlingur er með mynsturteikningu í lit. Útskýrt er hvað táknin í mynstrunum þýða. Vettlingana er margra að finna á minjasöfnum í Lettlandi og eru frá 18. öld. Ótrúlega falleg og eiguleg bók sem allt áhugafólk um vettlinga ætti að eignast. Höfundurinn Maruta Grasmane er þjóðfræðingur og rannsakaði lettnesku vettlingahefðina og færði í þessa fræðandi og fallegu bók. Þetta er yfirgripsmesta bók sem komið hefur út um lettneska vettlinga til þessa.
  • Höfundur: Paula Nivukoski ritstjóri
    Útgefandi: Forlagið (2023) Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 910 g
    Ef þú ert aðdáandi múmínálfanna og þeirra fylgisveina og prjónar þá er þetta bókin fyrir þig! Allir ættu að geta fundið sína uppáhaldspersónu í einhverri sokkauppskriftinni í bókinni. Hér stilla fimm finnskir prjónhönnuðir saman strengi og færa okkur 29 sokkapör innblásin af sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hér birtast þessar dáðu persónur í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en í bókinni er auk þess bent á ýmsar leiðir til aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum sem best. Hér ættu því allir múmínaðdáendur að finna sokkapar við sitt hæfi. Athugið að sokkarnir eru allir prjónaðir úr garni úr Moomin x Novita garnlínunni sem fæst núna í Storkinum. En ef þið viljið nota annað garn þá er það léttband (DK) eða garn fyrir 4 mm prjóna, og sokkarnir eru svo allir prjónaðir á 3 mm prjóna til að gera þá þéttari. Í bókinni eru flestir hælarnir bandhælar (Halldóruhæll) en þar er líka að finna franskan hæl og totuhæl. Tvíbandaprjón, myndprjón í hring, tvíbandaprjón með bindilykkjum (ný aðferð fyrir flesta!) koma við sögu. Bókin er því með öllu erfiðleikarófinu í sokkaprjóni. Vísað er í fjögur myndbönd til að kenna prjóntækni sem notuð er. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
Go to Top