-
Afsláttur!Nálageymslan er hönnuð fyrir handsaum, þá sem handstinga bútasaumsteppi eða annað. Hægt er að geyma 10 þræddar nálar í geymslunni. Handhægt og flýtir fyrir að hafa nálarnar tilbúnar og þræddar. Glært lok fylgir til að passa að allt haldist á sínum stað þegar geymslan er ekki í notkun. Þessi græja fær góð meðmæli frá þeim sem hafa prófað.
-
- Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir.
- 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.