• Bráðnauðsynlegt áhald í frágangi í prjóni er góða jafanál (oddlaus nál með stóru auga). Þessar eru með örlítið bognum oddi sem gerir saumaskapinn auðveldari. Hvort sem gengið er frá endum eða stykki saumuð saman, þá koma þessar nálar sér vel. Það er mjög þægilegt að nota nál með bognum oddi í ítalskri affellingu. Frábært að nota með segularmbandinu. Innihald: 4 jafanálar, 2 fínni og 2 grófari.  
  • Mjög langar nálar með beittum oddi til að nota við dýnusaum eða annað þar sem þarf að stinga í gegnum þykkt lag af efnum. Lengd 20 cm - 2 stk. í pakka.
  • Sajou fyrirtækið er hvað þekktast fyrir nálabréfin. Þetta bréf er með úrvali af 40 nálum. Saumnálar með góðum oddi, 20 talsins ásamt 20 fíngerðum jafanálum.  Fullkomið fyrir fíngerða útsauminn og annan saumaskap. Frábær gjöf fyrir áhugafólk um hannyrðir.
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
Go to Top