-
- Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir.
- 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
-
Afsláttur!Nálageymslan er hönnuð fyrir handsaum, þá sem handstinga bútasaumsteppi eða annað. Hægt er að geyma 10 þræddar nálar í geymslunni. Handhægt og flýtir fyrir að hafa nálarnar tilbúnar og þræddar. Glært lok fylgir til að passa að allt haldist á sínum stað þegar geymslan er ekki í notkun. Þessi græja fær góð meðmæli frá þeim sem hafa prófað.
-
Nálahús með 3 jafanálum. Bogni oddurinn gerir það auðveldara að þræða nálina í gegnum lykkjur. Nálarhúsið er með áskrúfuðu loki sem geymir nálarnar vel. Nálarnar eru nr. 15 (2 stk.) og nr. 17 (1 stk.). Fleiri nálahús með nálum fáanleg:
- Jafanálasett (# 339)
- Jumbo jafanálasett (# 340)
- Jafanálasett með fínum nálum (# 3168)
-
Þessi nál er sérstaklega hönnuð til að gera við prjónaðan og/eða ofinn fatnað þegar dregst til í honum. Tvær stærðir af nálum fylgja. Grófari nálin er góð fyrir lausar ofna/prjónaða voð. Fínni nálin er góð fyrir þéttara ofið/prjónaða voð. Hver nál er með kúlulaga oddi svo að þræðirnir í efninu klofni ekki. Nálarnar eru án auga og að hluta til með hrjúfa áferð. Notkun
- Settu nálina í gegnum efnið þar sem dregið hefur til.
- Dragðu nálina í gegnum efnið, þá festist þráðurinn sem stendur út á réttunni við nálina og dregst yfir á röngu.
-
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
- Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
- Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
-
Bráðnauðsynlegt áhald í frágangi í prjóni er góða jafanál (oddlaus nál með stóru auga). Þessar eru með örlítið bognum oddi sem gerir saumaskapinn auðveldari. Hvort sem gengið er frá endum eða stykki saumuð saman, þá koma þessar nálar sér vel. Það er mjög þægilegt að nota nál með bognum oddi í ítalskri affellingu. Frábært að nota með segularmbandinu. Innihald: 4 jafanálar, 2 fínni og 2 grófari.