-
Merchant & Mills nálar. Betweens eru hefðbundnar stuttar saumnálar sem klæðskerar nota t.d. til að sauma falda. Nú orðið eru þær mikið notaðar í bútasaumi en eru samt sem áður góðar í allan almennan handsaum. Blanda af 12 nálum í mismunandi grófleikum í glerflösku með gúmmítappa. Merchant & Mills er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.
-
Merchant & Mills skæri - 9 cm. Gyllt skæri, ekki bara falleg heldur líka beitt. Frábær í útsauminn, prjónið eða að hafa til taks við saumavélina til að klippa spotta. Eggin á skærunum er 3 cm. M-ið stendur fyrir Merchant & Mills sem er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.