Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af krakkapeysu í mörgum stærðum. Garnið á myndinni er randalitað þannig að kaðallinn sést ekki vel en kæmi betur út í einlitu garni. Kaðallinn á ermunum nær alveg upp að hálsmáli.
Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman en reyndir prjónarar geta auðveldlega breytt því í hringprjón.
Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.