• Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.
    KRAGI  - BP 01 Hönnuður: Björg Pjetursdóttir Garn: E-band - 2 x 50g eða L-band - 2 x 50g Prjónar: 3 mm hringprjónn 60-80 cm fyrir E-band en 5 mm fyrir L-band Stærð: Ein stærð Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á þremur tungumálum; íslensku, dönsku og ensku.
  • Brooklyn Tweed eru þekkt fyrir góðar, vel útfærðar uppskriftir. Vinnulýsingar og mynsturteikningar ítarlegar og margar ljósmyndir. Hér er fallegur kragi sem passar bæði fyrir konur og karla. Notaðir eru þrír grófleikar af prjónum til að ná víddinni sem þarf.
    Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír (12 bls. hefti) og er á ENSKU. Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst.
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fínlegum kraga með blúnduprjóni. Lamana Milano garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.  Ef uppskriftin er keypt ein og sér veljið þá valkostinn að sækja í Storkinn og við sendum uppskriftina frítt.
Go to Top