• Höfundur:  Marie Wallin Útgefandi: Marie Wallin Designs (2022)
    Mjúkspjalda | 121 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 550 g | Mál: 215 x 280 mm
    Cumbria, sérstök bók frá Marie Wallin því þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur peysur á herra með. Í bókinni eru 11 verkefni, þar af 3 herrapeysur, 6 dömupeysur og 2 fylgihlutir. Allar peysurnar er hægt að prjóna í hring að viðbættum klippilykkjum þar sem hliðar eða handvegsop á að vera. Í bókinni er sérstakur kafli þar sem kennt er að klippa upp peysur. Kvenstærðirnar eru S, M, L, XL, XXL, 2XL OG 3XL og passa fyrir ummál 81-86 cm, 91-97cm, 102-107cm, 112-117cm, 122-127cm, 132-137 cm og 142-147 cm. Herrastærðirnar eru XS, S, M, L, XL, XXL, 2XL og 3XL og passa fyrir ummál 97-102 cm, 102-107 cm, 107-112 cm, 112-117 cm, 117-122 cm, 122-127 cm, 127-132 cm og 132-137 cm. Hverri bók fylgir rafbók, það er kóði til að hlaða bókinni niður í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann. Þá er auðvelt að stækka mynstrin þegar prjónað er eftir þeim.
Go to Top