• Japanskt útsaumsgarn sem hentar vel fyrir japanskar útsaumsaðferðir til dæmis Sashiko og Boro.
    Útsaumsgarn úr mattri bómull. Saumað er með þræðinum óklofnum.
    Hvert spjald inniheldur 12 metra.
  • Denim tvinni, sérstaklega hannaður fyrir viðgerðir á gallabuxum og öðrum fatnaði úr denim efni. Hreyfingin í litnum líkir eftir margþvegnum gallabuxum.
  • Stoppugarn og/eða útsaumsgarn. Garnið er úr 50% ull og 50% pólíamíd og er þannig nógu sterkt í sokka- og peysuviðgerðir en hentar einnig í útsaum. Magn: 10 m á spjaldi (40 m ef þráðurinn er notaður einfaldur). Þráðurinn er fjórfaldur og auðvelt að kljúfa eftir grófleika þess sem á að sauma. Margir litir í boði.
  • Límbót sem hentar á útivistarfatnað, regnfatnað, hlífðarfatnað o.þ.h. Stærð 10 x 20 cm. Hægt að klippa til í þá stærð sem þarf. Með endurskinsfilmu.
  • Límbót sem hentar á útivistarfatnað, regnfatnað, hlífðarfatnað o.þ.h. Stærð 10 x 20 cm. Hægt að klippa til í þá stærð sem þarf.
  • Faldalím eða straulím til að falda buxur, pils, kjóla eða jafnvel gluggatjöld. Einfald og þægilegt, enginn saumaskapur, bara straujárn! Breidd 3 cm Lengd 10 m
  • Límstifti til þess að auðvelda saumaskapinn. Hægt að þvo af. Skilur ekki eftir sig far. Notkunarleiðbeiningar: Setjið lím í saumfarið og leggið efnin saman, saumið yfir.
  • Stoppunálar með góðum oddi, frábærar í fataviðgerðir. Nálagrófleiki 3/9. Nálahús fylgir með.
  • Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.  
  • Textíllím, fljótandi í túbu. Hægt að nota á alls konar textílefni, bætur, leður, PVC plast o.m.fl. Límið festist hratt og varanlega, þolir þvott að 40°C og samskeytin með líminu halda sveigjanleika sínum.
  • Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: Sænska
    Þyngd: ‎150 g | Mál: ‎170 x 240 mm
    Öll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan  Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu.  Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.  
  • SASHIKO

    3.895kr.
    Höfundur: Jill Clay
    Útgefandi: GMC Distribution (2019) Mjúkspjalda | 136 bls. Stærð: 140 x 120 x 40 mm Tungumál: Enska Þyngd: 400 g
    Áhugaverð bók sem útskýrir vel tæknina við Sashiko útsaum og möguleikana í útfærslu og notkun. Fallega myndskreytt og veitir innblástur fyrir þá sem vilja prófa þessa aðferð til að skreyta eða gera við.
  • Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2024)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 505 g | Mál: 160 x 210

    Visible Mending eftir Arounna Khounnoraj

    Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou  á instagram er  mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók eru leiðbeinginar um hvernig má endurlífga og endurvinna flíkur og textíl af heimilinu.
    • 12 aðferðir til viðgerða
    • 10 helstu saumspor sem notuð eru
    • 12 verkefni sem kítla sköpunarkraftinn
    Með áherslu á hefðbundar handversksaðferðir og full af aðgengilegum upplýsingum mun þessi bók kenna þer að hægja á og skapa.  
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
Go to Top