• Merkipenni á efni. Hentar í bútasaum, fatasaum og aðra handavinnu. Merkingin fer úr þegar efnið blotnar. Sjá nánar hér fyrir neðan. Tveir grófleikar í boði
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (fínn) - #515
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (grófur) - #516
  • Áfylling á fatakrít í duftformi. Fást í 4 litum: Gul, hvít, bleik, blá og silfur. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
  • Fatablýantur, einn í pakka, sem auðvelt er að ydda og gera fínar merkingar á efni. Auðvelt að hreinsa burt með vatni. Fyrir nákvæmar merkingar í fata- eða bútasaumi. Hægt að kaupa pakkningu með þremur fatablýöntum.
  • Góðir títuprjónar með glerhaus í fjórum mismunandi litum sem þola hita og því ekkert mál því að strauja yfir þá. 20 stk. í pakka.
  • Fatablýantar, 3 í pakka, sem auðvelt er að ydda og gera fínar merkingar á efni. Auðvelt að hreinsa burt með vatni. Fyrir nákvæmar merkingar í fata- eða bútasaumi. Koma í stað fatakrítar. Hægt að kaupa pakkningu með einum fatablýanti.  
  • Höfundur: Carolyn N.K. Denham - Merchant & Mills Ùtgefandi: Pavilion Books (2014)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 250 g | Mál: 130 x 180 x 15 mm
    Handhæg og flott bók frá Merchant & Mills sem eru sérfræðingar í fatasaumi.  Í bókinni er svarað helstu spurningum um fatsaum og saumaskap. Troðfull bók að nytsamlegum upplýsingum um efni, áhöld og aðferðir.
    Dæmi um umfjöllunarefni: Frá undirbúningi til frágangs, mælingar og merkingar, sniðsaumar og rykkingar, saumar, hreyfivídd, faldar, fóður og festingar eins og tölur eða hnappar og rennilásar. Það eru upplýsingar um hvernig á að nota og skilja snið, grunnbreytingar á sniðum og fullt af ráðum um hvernig á að nota besta vin fatasaumarans; straujárnið.
  • Afsláttur!

    MAKING magazine #12

    Original price was: 4.895kr..Current price is: 2.937kr..
    MAKING #12 -DUSK. Bandarískt tímarit sem fjalla um hannyrðir og vélsaum frá ýmsum hliðum. Prjón, bútasaumur, fatasaumur og útsaumur, auk annarra aðferða. Hvert tímarit er með ákveðið þema. Margir hönnuðir leggja sitt af mörkum og útkoman er stórkostleg. Þetta er af mörgum talið fallegasta hannyrðatímarit sem gefið er út í dag! Skoðið myndirnar til að sjá sýnishorn af verkefnunum. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að MAKING tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að MAKING kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
  • Afsláttur!

    MAKING magazine #13

    Original price was: 4.895kr..Current price is: 2.937kr..
    MAKING #13 - OUTSIDE. Bandarískt tímarit sem fjalla um hannyrðir og vélsaum frá ýmsum hliðum. Prjón, bútasaumur, fatasaumur og útsaumur, auk annarra aðferða. Hvert tímarit er með ákveðið þema. Margir hönnuðir leggja sitt af mörkum og útkoman er stórkostleg. Þetta er af mörgum talið fallegasta hannyrðatímarit sem gefið er út í dag! Skoðið myndirnar til að sjá sýnishorn af verkefnunum. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að MAKING tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að MAKING kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
  • Afsláttur!

    MAKING magazine #11

    Original price was: 4.895kr..Current price is: 2.937kr..
    MAKING #11 - DAWN. Bandarískt tímarit sem fjalla um hannyrðir og vélsaum frá ýmsum hliðum. Prjón, bútasaumur, fatasaumur og útsaumur, auk annarra aðferða. Hvert tímarit er með ákveðið þema. Margir hönnuðir leggja sitt af mörkum og útkoman er stórkostleg. Þetta er af mörgum talið fallegasta hannyrðatímarit sem gefið er út í dag! Skoðið myndirnar til að sjá sýnishorn af verkefnunum. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að MAKING tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að MAKING kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur. Með hverju tímariti fylgir kóði til að hlaða því niður rafrænt.
  • Þræðitvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Auðvelt að ná þræðingunni úr því tvinnann er auðvelt að slíta þegar þarf. Einungis fyrir handsaum.
  • Höfundur: Jen Rich
    Útgefandi: Octopus books 2023 Harðspjalda | 145 bls. Stærð: 235 x 166 x 19 mm Tungumál: Enska Þyngd: 495 g Stitch, Sewing Projects for the Modern Maker er falleg og stílhrein bók með 30 saumaverkefnum sem innihalda bæði töskur og poka, pottaleppa, körfur og ýmislegt nytsamlegt. Skýrar og einfaldar leiðbeiningar sem gott er að fylgja eftir.
  • Höfundur: Love Productions
    Útgefandi: Quadrille Publishing (2023) Harðspjalda | 128 bls. Stærð: 160 x 210 x 20 mm Tungumál: Enska
    Þyngd: 550 g Sjónvarpsþátturinn The Great British Sewing Bee er raunveruleikaþáttur sem sýndur hefur verið á BBC 2. Þar keppast 12 snjallir áhugasaumarar um að gera fallegar flíkur og sína dómurunum Esme Young og Patrick Grant. Þessi bók er gerð af þáttaframleiðendunum og sýnir snjalla og góða tækni sem mikilvægt er að tileinka sér í fatasaumi. Farið er yfir mismunandi þykktir á efnum, fallegan frágang og ýmsar skreytingar á fatnaði.
  • Þægilegur sprettuhnífur til að skera á saumspor þegar rekja þarf upp eða spretta upp saumum. Ómissandi áhald, sérstaklega í vélsaumi. Hlíf fylgir.
  • Iron-On Transfer Pencil er blýantur er notaður til að yfirfæra mynstur á efni með straujárni. Teiknið með blýantinum á bökunarpappír, leggið yfir efnið, strauið og mynstrið færist yfir á efnið eða aðra fleti sem á að merkja. Hægt að nota hvert mynstur 2-3 sinnum. Notkun: (1) Setjið bökunarpappír á mynstrið sem á að nota. (2) Dragið mynstrið í gegn með Iron-On Transfer blýantinum. (3) Setjið mynstrið ofan á efnið og strauið yfir og þannig yfirfærist mynstrið á efnið.
  • Góðir títuprjónar með glerhaus sem þola hita og því ekkert mál því að strauja yfir þá. 100 stk. í pakka.
  • Góðir beittir títuprjónar með flötum haus. Koma í boxi og eru í 4 mismunandi litum. 100 stk. í boxi.
Go to Top