• Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Frábært fyrir allan venjulegan útsaum með nál, en líka með flosnál og couture nál (þar sem efnið þarf að haldast vel strekkt).
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Sérstaklega hannað fyrir útsaum með flosnál, hringurinn stendur á fótum sem hægt er að hækka og lækka eftir þörfum.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • Þessi nál er sérstaklega hönnuð til að gera við prjónaðan og/eða ofinn fatnað þegar dregst til í honum. Tvær stærðir af nálum fylgja. Grófari nálin er góð fyrir lausar ofna/prjónaða voð. Fínni nálin er góð fyrir þéttara ofið/prjónaða voð. Hver nál er með kúlulaga oddi svo að þræðirnir í efninu klofni ekki. Nálarnar eru án auga og að hluta til með hrjúfa áferð. Notkun
    • Settu nálina í gegnum efnið þar sem dregið hefur til.
    • Dragðu nálina í gegnum efnið, þá festist þráðurinn sem stendur út á réttunni við nálina og dregst yfir á röngu.
  • Nálar með opnu auga. Hentar vel fyrir:
    • viðgerðir
    • lykkjuföll
    • frágang
    • þræða garn
    Koma 2 í pakka.
  • Wonder klemmur eru hannaðar til að gera saumalífið einfaldara. Brúnir sem á að sauma saman eru klemmdar saman á auðveldan hátt.
    • Frábært í staðinn fyrir títuprjóna, sérstaklega ef unnið er með þykk efni eða efni sem ekki er hægt að stinga í.
    • Heldur vel saman mörgum lögum af efnum án þess að þau renni til.
    • Festir efni vel saman þegar binding er saumuð á bútasaumsteppi.
    • Klemmurnar eru áberandi og auðvelt að finna, líka þegar þær detta á gólfið.
    • Henta vel þegar lokusaumsvélar (overlock válar) eru notaðar.
    • Saumfar getur verið 5 mm, 7 mm and 10 mm.
    Innihald: 10 marglitar klemmur í pakka.
  • Wonder klemmur eru hannaðar til að gera saumalífið einfaldara. Brúnir sem á að sauma saman eru klemmdar saman á auðveldan hátt.
    • Frábært í staðinn fyrir títuprjóna, sérstaklega ef unnið er með þykk efni eða efni sem ekki er hægt að stinga í.
    • Heldur vel saman mörgum lögum af efnum án þess að þau renni til.
    • Festir efni vel saman þegar binding er saumuð á bútasaumsteppi.
    • Klemmurnar eru áberandi og auðvelt að finna, líka þegar þær detta á gólfið.
    • Henta vel þegar lokusaumsvélar (overlock válar) eru notaðar.
    • Saumfar getur verið 5 mm, 7 mm and 10 mm.
    Innihald: 50 marglitar klemmur í pakka.
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Langur þræðari fyrir flosnál. 2 stk. í pakka. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
Go to Top