• Langur þræðari fyrir flosnál. 2 stk. í pakka. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
  • Iron-On Transfer Pencil er blýantur er notaður til að yfirfæra mynstur á efni með straujárni. Teiknið með blýantinum á bökunarpappír, leggið yfir efnið, strauið og mynstrið færist yfir á efnið eða aðra fleti sem á að merkja. Hægt að nota hvert mynstur 2-3 sinnum. Notkun: (1) Setjið bökunarpappír á mynstrið sem á að nota. (2) Dragið mynstrið í gegn með Iron-On Transfer blýantinum. (3) Setjið mynstrið ofan á efnið og strauið yfir og þannig yfirfærist mynstrið á efnið.
  • Nálahús með 3 jafanálum. Bogni oddurinn gerir það auðveldara að þræða nálina í gegnum lykkjur. Nálarhúsið er með áskrúfuðu loki sem geymir nálarnar vel. Nálarnar eru nr. 15 (2 stk.) og nr. 17 (1 stk.). Fleiri nálahús með nálum fáanleg:
    • Jafanálasett (# 339)
    • Jumbo jafanálasett (# 340)
    • Jafanálasett með fínum nálum (# 3168)
     
  • Wonder klemmur eru hannaðar til að gera saumalífið einfaldara. Brúnir sem á að sauma saman eru klemmdar saman á auðveldan hátt.
    • Frábært í staðinn fyrir títuprjóna, sérstaklega ef unnið er með þykk efni eða efni sem ekki er hægt að stinga í.
    • Heldur vel saman mörgum lögum af efnum án þess að þau renni til.
    • Festir efni vel saman þegar binding er saumuð á bútasaumsteppi.
    • Klemmurnar eru áberandi og auðvelt að finna, líka þegar þær detta á gólfið.
    • Henta vel þegar lokusaumsvélar (overlock válar) eru notaðar.
    • Saumfar getur verið 5 mm, 7 mm and 10 mm.
    Innihald: 10 marglitar klemmur í pakka.
  • CLOVER prjónamerki eru létt og þægileg í notkun. Þessi eru lokuð og fara utan um prjóninn og fylgja honum upp verkefnið. 20 stk. í pakka, 10 minni og 10 stærri í tveimur litum.
  • "Kantan Couture" er áhald frá CLOVER notað til að sauma lykkuspor, festa perlur og pallíettur á fljótlegan hátt, án þess að nota hefðbundna nál. Efni er strekkt á útsaumshring, sem líka er hægt að fá frá CLOVER, og króknum stungið í gegn og dregin upp aftur. Hægt er að sauma frjálst eða eftir teiknuðum línum/formum.  
  • CLOVER prjónamerki eru létt og þægileg í notkun. Þessi eru bæði til að setja utan um prjóninn og til að merkja prjónaðar lykkjur. 24 stk. í pakka í 3 litum.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULPÚÐI

    Original price was: 2.595kr..Current price is: 1.817kr..
    CLOVER segulpúðar (eða segulbakki) þjóna sama hlutverki og nálapúðar, nálar og títuprjónar festast við. Þegar setið er við saumavél hoppar títuprjóninn í púðann þegar honum er haldið nálægt og það sparar tíma. Kemur með loki sem heldur öllu á sínum stað og nokkrum títuprjónum.
  • Afsláttur!

    Clover QUICK YO-YO MAKER

    Original price was: 1.190kr..Current price is: 833kr..
    YO YO Quick Maker eru skapalón til að búa til hringi, bæði sníða þá og sauma svo rykkingin og sporin lendi á réttum stað. Þessi aðferð er vinsæl í Brasilíu og hefur borist um bútasaumsheiminn. Hægt er að búa til heilu teppin eða nota til skrauts á púða eða annað. Skaplónin koma í mismunandi stærðum.
  • Prjónaoddahlífar fyrir hringprjóna. Báðum oddum hringprjónsins er smeygt inn í göt og haldast þar til að vernda oddana og passa að lykkjurnar sleppi ekki fram af prjónunum. Tvær stærðir í boði; minni fyrir 2-5mm prjóna og stærri fyrir 5-10mm prjóna. Tvenn pör í pakka.
  • Fatablýantar, 3 í pakka, sem auðvelt er að ydda og gera fínar merkingar á efni. Auðvelt að hreinsa burt með vatni. Fyrir nákvæmar merkingar í fata- eða bútasaumi. Koma í stað fatakrítar. Hægt að kaupa pakkningu með einum fatablýanti.  
  • Góðir títuprjónar með glerhaus í fjórum mismunandi litum sem þola hita og því ekkert mál því að strauja yfir þá. 20 stk. í pakka.
  • Þegar sauma þarf saman brúnir í prjóni er gott að hafa grófa títuprjóna til að halda stykkjunum saman. Þessir títuprjónar eru 7 cm langir og oddurinn er bljúgur svo hann kljúfi ekki garnið. 10 stk. í pakka með bleikum, grænum og gulum hausum. Ath. þessi vara er hætt í framleiðslu og kemur ekki aftur.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru bljúgir og hentar í úttalinn útsaum eða frágang í prjóni eða annarri garnvinnu.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • CLOVER bútasaumsnálar fyrir handsaum. Fæst í mismunandi grófleikum; hærra nr. = fínni nál.
    • Stuttar
    • Gott að þræða
    • Beittur oddur
    • Renna vel í gegnum efnið
    • Lengd: 28,6 mm
  • Nálaþræðarar auka þægindi og spara tíma. Þessi þræðari er flatur og kemst inn í nálaraugu á nálum með stór auga eins og stoppunálar og jafanálar.
  • Þægilegur alhliða nálaþræðari fyrir fínar og grófar nálar.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULARMBAND

    Original price was: 2.270kr..Current price is: 1.589kr..
    Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 2 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu. Einnig er hægt að fá 5 blöð í pakka.
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
Go to Top