• CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Góður skurðarhnífur með 45mm blaði fyrir alla námkvæmisvinnu í bútasaumi. Skurðarhnífar eru ómissandi áhald fyrir bútasaumara. Hnífurinn situr vel í hendi og það er auðvelt að skera fljótt og vel með honum. • Hentar bæði rétthentum og örvhentum. Hlífinni er einfaldlega snúið eftir því hvor höndin er notuð. • Sker vel sama hvernig hnífnum er beitt; lóðrétt eða á ská, því blaðhlífin hefur nægilegt svigrúm en blaðið sjálft nær mátulega langt út fyrir brúnina til að gæta öryggis. • Gripið á handfanginu er þægilegt með stömum en mjúkum snertiflötum. • Hægt að stilla hve hratt skurðarblaðið rennur. Ef skrúfan er hert hægist á blaðinu sem auðveldar skurð á þykkari efnum.
  • "Kantan Couture" er áhald frá CLOVER notað til að sauma lykkuspor, festa perlur og pallíettur á fljótlegan hátt, án þess að nota hefðbundna nál. Efni er strekkt á útsaumshring, sem líka er hægt að fá frá CLOVER, og króknum stungið í gegn og dregin upp aftur. Hægt er að sauma frjálst eða eftir teiknuðum línum/formum.  
  • CLOVER 45mm skurðarblöð í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Sérstaklega hannað fyrir útsaum með flosnál, hringurinn stendur á fótum sem hægt er að hækka og lækka eftir þörfum.
  • Saumaðu út á einfaldan hátt með því að þrýsta nálinni í gegnum strekkt efni. Strekktu efnið á útsaumshring og teiknaðu með nálinni! Innihald
    • Flosnál með handfangi
    • Hringur, jafanál og þræðitvinni
    Notkun
    1. Þrýstu nálinni í gegnum vel strekkt efni og dragðu upp.
    2. Renndu nálinni eftir efninu og endurtaktu.
    Garn
    • Léttband (medium eða DK) til stórband (bulky) garn.
    Heppileg efni
    • Grófur panamajafi (monk cloth) fæst í Storkinum.
     
  • Wonder klemmur eru hannaðar til að gera saumalífið einfaldara. Brúnir sem á að sauma saman eru klemmdar saman á auðveldan hátt.
    • Frábært í staðinn fyrir títuprjóna, sérstaklega ef unnið er með þykk efni eða efni sem ekki er hægt að stinga í.
    • Heldur vel saman mörgum lögum af efnum án þess að þau renni til.
    • Festir efni vel saman þegar binding er saumuð á bútasaumsteppi.
    • Klemmurnar eru áberandi og auðvelt að finna, líka þegar þær detta á gólfið.
    • Henta vel þegar lokusaumsvélar (overlock válar) eru notaðar.
    • Saumfar getur verið 5 mm, 7 mm and 10 mm.
    Innihald: 50 marglitar klemmur í pakka.
Go to Top