• Handhægur teljari sem telur uppi 99. Hægt að hafa hann um hálsinn, festa við verkefnatösku eða hafa lausann. Hægt að læsa honum þannig að talningin breytist ekki óvart í töskunni.
  • Clover merkikrækjur - 20 stk. í pakka í tveimur litum. Hentug merki til að merkja úrtökur eða útaukningar á bol eða ermum.
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 30 merki í 2 litum, 10 minni og 20 stærri. Prjónastærðir
    • 10 stk. lítil: 2 mm - 3,75 mm.
    • 20 stk. stór: 3,75 mm - 8 mm.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Fljótleg leið til að búa til flotta dúska. 2 stk. í pakka. Þvermál: Um 35 mm & 45 m. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Þægileg og fljótleg leið til að búa til dúska. 2 stk. í pakka. Ummál dúsks: 65 mm & 85 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Aldrei eins auðvelt að búa til fallega dúska. 1 stk í pakka. Þvermál dúsks: Um 115 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Með svona græju verður leikur einn að gera fallega dúska. 2 stk. í pakkningu. Þvermál dúska: Um 20 mm & 25 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 2 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu. Einnig er hægt að fá 5 blöð í pakka.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULARMBAND

    Original price was: 2.270kr..Current price is: 1.589kr..
    Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
  • Nálaþræðarar auka þægindi og spara tíma. Þessi þræðari er flatur og kemst inn í nálaraugu á nálum með stór auga eins og stoppunálar og jafanálar.
  • CLOVER bútasaumsnálar fyrir handsaum. Fæst í mismunandi grófleikum; hærra nr. = fínni nál.
    • Stuttar
    • Gott að þræða
    • Beittur oddur
    • Renna vel í gegnum efnið
    • Lengd: 28,6 mm
    • Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
  • Góðir títuprjónar með glerhaus í fjórum mismunandi litum sem þola hita og því ekkert mál því að strauja yfir þá. 20 stk. í pakka.
  • Afsláttur!

    Clover QUICK YO-YO MAKER

    Original price was: 1.190kr..Current price is: 833kr..
    YO YO Quick Maker eru skapalón til að búa til hringi, bæði sníða þá og sauma svo rykkingin og sporin lendi á réttum stað. Þessi aðferð er vinsæl í Brasilíu og hefur borist um bútasaumsheiminn. Hægt er að búa til heilu teppin eða nota til skrauts á púða eða annað. Skaplónin koma í mismunandi stærðum.
  • CLOVER prjónamerki eru létt og þægileg í notkun. Þessi eru bæði til að setja utan um prjóninn og til að merkja prjónaðar lykkjur. 24 stk. í pakka í 3 litum.
  • "Kantan Couture" er áhald frá CLOVER notað til að sauma lykkuspor, festa perlur og pallíettur á fljótlegan hátt, án þess að nota hefðbundna nál. Efni er strekkt á útsaumshring, sem líka er hægt að fá frá CLOVER, og króknum stungið í gegn og dregin upp aftur. Hægt er að sauma frjálst eða eftir teiknuðum línum/formum.  
  • Langur þræðari fyrir flosnál. 2 stk. í pakka. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Frábært fyrir allan venjulegan útsaum með nál, en líka með flosnál og couture nál (þar sem efnið þarf að haldast vel strekkt).
  • Þessi nál er sérstaklega hönnuð til að gera við prjónaðan og/eða ofinn fatnað þegar dregst til í honum. Tvær stærðir af nálum fylgja. Grófari nálin er góð fyrir lausar ofna/prjónaða voð. Fínni nálin er góð fyrir þéttara ofið/prjónaða voð. Hver nál er með kúlulaga oddi svo að þræðirnir í efninu klofni ekki. Nálarnar eru án auga og að hluta til með hrjúfa áferð. Notkun
    • Settu nálina í gegnum efnið þar sem dregið hefur til.
    • Dragðu nálina í gegnum efnið, þá festist þráðurinn sem stendur út á réttunni við nálina og dregst yfir á röngu.
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 20 merki í 2 litum. Fyrir prjónastærðir
    • 10 stk. lítill: 8 mm - 10 mm.
    • 10 stk. stór: 12,75 mm - 19 mm.
Go to Top