Mjúkspjalda | 192 bls.
Tungumál: Enska
Þyngd: 345 g | Mál: 159 x 210 mm
Nú geta allir í fjölskyldunni eignast litríka sokka!
Höfundurinn Kerstin Balke kemur hér með aðra sokkabók í svipuðum anda og áður, enda sló hin bókin í gegn. Litríkir sokkar með einföldum en fallegum símynstrum sem mörg hver eru þægileg í prjóni. Uppskriftirnar eru fyrir karla, konur og börn. Tuttugu og fimm uppskriftir með tvíbandaprjóni og röndum, litríkir fyrir börnin en í aðeins dempaðri litium fyrir fullorðna. Hver og einn prjónari velur auðvitað sína eigin litasamsetningar.
Ef þú ert byrjandi í sokkaprjóni þá er góður kafli með útskýringum um ýmislegt varðandi sokkaprjón.
-
Höfundur: Andie Solar Útgefandi: C&T Publishing (2020)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 410 g | Mál: 203 x 254 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Andie Solar sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 13 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum. Perfect for absolute beginners and the projects are kid-friendly. Hér er sýnishorn af innihaldi bókarinnar: Search Press
-
Afsláttur!Höfundur: Michelle Wang Ritstjórn: Brooklyn Tweed (2017)Mjúkspjalda | 138 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 499 g |
CAPSULE | Michele Wang fyrir Brooklyn Tweed
Þessi bók; CAPSULE frá Brooklyn Tweed beinir sviðsljósinu að prjónhönnun Michele Wang. Þetta er önnur bókin í CAPSULE seríunni, og þar notar hönnuðurinn tweed garnið frá Brooklyn Tweed til að hanna nútímalegar peysur á bæði kynin. Peysurnar eru allt frá því að vera einfaldar og stílhreinar í flóknari mynsturpeysur. Átta uppskriftir, hver annari áhugaverðari, tilvísun á ánægjulegar prjónastundir og frábærar flíkur til að eiga og nota. -
Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: SænskaÞyngd: 150 g | Mál: 170 x 240 mmÖll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu. Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.
-
Höfundur: Cheryl Brickey & Paige Alexander Útgefandi: C & T Publishing (2018)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 404 g | Mál: 203 x 254 x 10 mm
Modern Plus Sign Quilts : 16 Dynamic Projects - a Variety of Techniques
Plús-mynstur hafa verið vinsæl í bútasaumi um árabil. Hér eru 16 grafísk mynstur, nútímaleg og hefðbundin, eitthvað fyrir alla, líka í erfiðleikastigi. Nákvæmar teikningar lýsa aðferðunum og leiða þig í gegnum ferlið, hvort sem þú ert rátt að byrja bútasaum eða hefur reynslu. Plúsmynstrin eru útfærð í bútasaumuðum barnateppum, rúmteppum og fleiru. Notaðu efni sem höfða til þín - einlit, mynstruð, tilbúna búta eða afganga, allt gengur upp.