PRJÓNFESTA

Hvað er prjónfesta og hvaða máli skiptir hún? Prjónfesta (einnig kallað prjónþensla) er mæling á þéttleika prjóns. Það er best að mæla prjónfestu í sléttprjóni og flestar uppskriftir gera ráð fyrir því. Til að mæla fjölda lykkja er mælt á breiddina og fjöldi umferða er mældur á hæðina. Best er að mæla 10 cm á breidd og hæð og telja lykkjur og umferðir innan þeirra marka. En ef prufan er minni má notast við 5