Við hjá Storkinum virðum persónuvernd viðskiptavina okkar. Lestu persónuverndarstefnu okkar til að fá nánari upplýsingar um hvernig og hvers vegna við söfnum og notum persónuupplýsingar þínar.
Allar persónuupplýsingar eru geymdar á öruggum netþjóni. Gera má ráð fyrir efnislegum breytingum á vafrakökum (e. cookies) eftir því sem vefsíðan okkar þróast. Til þess að nota vefsíðuna okkar þarftu að samþykkja persónuverndarstefnu Storksins, annars geturðu ekki skráð þig inn í aðgangsreikninginn þinn.
Vafrakökur (e. Cookies)
Vafrakökur eru lítil textaskrá sem vefsíðan getur sett inn á tölvuna þína (símann eða spjaldtölvuna) þegar www.storkurinn.is er heimsótt í fyrsta skipti. Textaskráin er vistuð á vafra hvers notanda. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna og gera hana notendavænni fyrir viðskiptavini. Vafrakökurnar innihalda texta, númer eða dagsetningar. Engar persónugreinanlegar upplýsingar um notendur eru vistaðar.
Notkun Storksins á vafrakökum
Með því að samþykkja skilmála um notkun á vafrakökum er Storkinum ehf., kt. 511207-2660 veitt heimild til þess að:
- Þekkja viðskiptavini sem hafa komið áður á vefsíðuna og laga leit og þjónustu að viðkomandi í samræmi við auðkenninguna,
- Auðvelda viðskiptavinum að vafra um vefsvæðið, t. d. með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
- Þróa og bæta þjónustu vefsins með því að þekkja betur notkun viðskiptavina.
- Birta viðskiptavinum upplýsingar um vörur og þjónustu.
- Safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um svæðið,
Storkurinn notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
Persónulegar upplýsingar sem við söfnum
Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Fjármálatengdar upplýsingar og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar eru eingöngu nýttar til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga.
Ef þú skráir þig á póstlista eða gefur upp netfangið þitt sendum við þér fréttabréf. Auðvelt er að afskrá sig af póstlistanum með því að smella á hnappinn „afskrá af póstlista“ sem er neðst í fréttabréfi Storksins.
Að versla á vefnum okkar
Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna. Vefurinn notast við SSL-skilríki sem gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. Með SSL skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.