-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
- Grófleiki: Smáband /sport
- Innihald: 40% ull, 25% silki, 25% nælon, 10% mohair
- Lengd/þyngd: 300m/100g
- Prjónar: 3-4 mm
- Prjónfesta: 23-26 lykkjur = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Eitt skipti – miðvikudagur 29. janúar kl. 17:30 - 20:30 Styttar umferðir er aðferð (til fleiri en ein) til að búa til upphækkun í prjónaðri flík svo að hún passi betur. Algengast er að þetta sér gert hnakkamegin í hálsmáli á peysum, en stundum líka neðan á bol til að síkka bakstykkið eða á ermum. Einnig til að búa til mynsturprjón. Styttar umferðir voru mjög mikið notaðar hér áður fyrr þegar peysur voru gjarnan þröngar, aðsniðnar og áttu að passa vel. Svo kom langt tímabil þegar peysur urðu víðar og einfaldar í sniði og þessi aðferðarfræði gleymdist. Það var ekki hefð fyrir því að prjóna lopapeysur með upphækkun á hnakka, því peysurnar voru einfaldlega teygður í form eftir þvottinn. En nú er öldin önnur, því mjög margar uppskriftir gera ráð fyrir styttum umferðum, aðallega til að móta hálsmálið. Þá skiptir engu hvort peysur eru prjónaðar ofan frá eða neðan frá því þetta snýst um að hafa fallegt, vel sniðið hálsmál svo peysan verði klæðileg.Námskeiðslýsing Á þessu örnámskeiði leggjum við áherslu á að skilja tilgang styttra umferða (upphækkunar) og lærum eina til þrjár aðferðir eftir áhuga hvers og eins og hvað tíminn leyfir. Það getur verið gott að kunna fleiri en eina aðferð því verkefnið og garnið getur haft áhrif á hversu vel snúningurinn sést og markmiðið er að hann sjáist sem minnst.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:
- Þýskar styttar umferðir (German Short Rows). Sennilega vinsælasta aðferðin í dag.
- Vefja & snúa styttar umferðir (Wrap & Turn Short Rows). Vel þekkt aðferð og mikið notuð. Gott að kunna því hún sést minnst í garðaprjóni og þar sem mynsturprjón er með brugðnum lykkjum.
- Skuggavaf (Shadow Wrap). Nýleg aðferð til að bæta við í prjóntæknibankann.
Hringprjóna 3,5-4 mm 60-80 cm. Nokkrar merkikrækjur. Garn í prufuprjónið er innifalið!Kennari: Guðrún Hannele Myndin sýnir Celeste peysurnar frá Petiteknit og þar sést hvernig hálsmálið er hærra að aftan. -
Pakki með garni frá Einrúm (e-band) og uppskrift á ENSKU. Garnið dugar í stærðir S (M) og L.
Mismunandi litasamsetningar í boði. Kemur í fallegum kassa. Frábær gjafahugmynd!Uppskriftin er prentuð á góðan pappír og er á ENSKU. -
POMPOM #48 Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! ATH. Þetta er síðasta tölublað Pompom.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Maker's Mesh Tote handavinnutaska Stór taska með gegnsæju efni á hliðum. Sniðugt þegar að maður vill sjá hvað er í töskunni utan frá. Töskunni fylgir axlaról sem er nógu löng til að hafa á ská yfir öxlina ef vill. Í töskunni rúmast 10 eða fleiri garnhespur eða meðalstórt eða stórt verkefni. Hverri tösku fylgja skæri með slíðri í stíl og budda sem er lokað með smellum fyrir smáhlutina. Fæst í fjórum litum. Stærð 38 cm (lengd) x 25 cm (hæð) x 15 cm (dýpt)
-
Athugið að þessi poki er nógu stór fyrir peysur! Lýsing: Eco Wash Bag er stór (40 cm í þvermál) þvottapoki eða netpoki skapaður af sérfræðingunum hjá Soak Wash, svo að dýrmætu flíkurnar ykkar haldist heilar í þvottavélinni. Hannað fyrir nærfanað, sundfatnað, íþróttafatnað, trefla, íþróttahaldara, undbarnasokka, peysur og annað prjónað og skreyttar flíkur. Framleitt úr 100% RPET, endurunnum plastflöskum. Hver Eco Wash poki nýtir 8+ plastflöskur sem annars hefðu getað endað í landfyllingu eða í hafinu.
- Fyrir þvottavélar og þurrkara.
- Vandaðir rennilásar sem eru í stíl við hvern ilm af Soak þvottalegi.
- Rennilásarnir eru varðir þannig að þeir snerta ekki flíkina sem er þvegin.
- Hanki svo að auðvelt er að geyma pokann þegar hann er ekki í notkun.
- Gæða framleiðsla með skyrtusaumum (saumfarið sést ekki).
- Frá til að geyma nærfatnað epa annað í á ferðalögum.
- Einnig hægt að nota sem prjónaverkefnapoka.
-
Mánaðarserían eru símynstraðir vettlingar með mynstureindum sem er auðvelt að læra og þ.a.l. skemmtilegt að prjóna.Með því að nota einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara, en þa verða vettlingarnir ekki eins! Það er auðvitað líka hægt að hafa einlitt garn í mynstrinu.Garn: Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.