• Soak Flatter er úði án sterkju sem sléttir, afrafmagnar og frískar upp. Óþarfi að þvo peysuna (eða flíkina) eins oft ef Flatter er til staðar. Mild umhverfisvæn formúla. Flatter auðveldar straujun bæði með eða án gufu. Úðað er jafnt yfir flíkina. Endurtekið ef óskað er eftir meiri stífni. Notað til að fríska upp á flíkur á milli þvotta eða til að koma í veg fyrir krumpur.
  • Höfundur: Zoe Bateman Útgefandi: Octopus Publishing Group (2020)
    Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 560 g | Mál: ‎188 x 244 x 16 mm
    Þú vilt læra að hekla en einhverra hluta vegna endarðu með garnflækju og skilur ekkert í neinu. Þessi byrjendavæna bók byrjar á grunninum, útskýrir vel og vandlega staf fyrir staf allt sem maður þarf að læra til að geta heklað. Þú lærir að gera rennilykku, loftlykkju, auka út og taka úr, hekla í hring,  auk annara atriða sem skipta máli. Um leið og þú ert búin/n að ná aðalatriðunum, eru í bókinni 15 auðveld verkefni, allt frá litríkum pottaleppa til heklaðs teppis.  Eftir því sem verkefnin verða flóknari nærðu betri æfingu og tökum á hekltækninni. Þegar þú lýkur við bókina mundu geta heklað mismunandi verkefni eins og farsímaveski, leikfang, vegghengi  og húfu.  Gefðu þér tíma og lærðu nýja aðferð og njóttu þess að hekla eitthvað fallegt fyrir þig og þína.. Verkefni í bókinni: - Dúskahúfa - Körfur - Púðar - Leikfang - Innkaupataska - Ennisband - Kaffibollahlíf - Svefngríma

  • Höfundur: Bristol Ivy
    Útgefandi: Pom Pom Press (2019)
    Mjúkspjalda | 108 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 391 g Þetta er önnur bók hins þekkta prjónhönnuðar Bristol Ivy. Áður kom út 2017 bókin Knitting Outside the Box. Í þessari bók beinir hún sjónum að sex mismunandi flíkum sem eru allar með sniði sem er í ætt við klæðskerasniðnar flíkur með fellingar og "draperingar". Elegant peysa, þrjár opnar peysur og tveir kragar/hringtreflar endurskapaðir í anda Bristol Ivy. Hún endurhugsar hvernig peysur eru sniðnar og fara á líkamanum.
  • Má kynna þig fyrir nýju Della Q Hook & Needle Notebook eða áhaldamöppunni, sem er hönnuð til að einfalda líf þeirra sem prjóna og hekla. Þetta er skipulagsmappa með síðum/spjöldum sem hefur hver með sinn tilgang og geymir á vísum stað heklunálar, prjóna, smáhluti, uppskriftir/mynstur o.fl. Hver mappa inniheldur fjórar síður og bráðlega verður einnig hægt að fá stakar viðbótarsíður. Á innanverðri kápunni eru tvær frágangsnálar, málband, skæri og þægilegur renndur vasi fyrir alls konar smádót. Kemur í 5 litum sem eru í stíl við hringprjónamöppuna. Flettið í gegnum allar myndirnar til að skoða innihald möppunnar. Þessi mappa er vönduð og gerð til að endast. Síður sem fylgja með Hook & Needle Notebook eru:
    • fyrir sokkaprjóna eða heklunálar
    • fyrir heklunálar eða prjónaodda
    • fyrir hringprjóna eða fylgihluti
    • innbyggður gegnsær renndur poki
    STÆRÐ | 26,7 cm (hæð) x 23 cm (breidd) x 6,5 cm (dýpt)
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Air erasable merkipennarnir eru góðir þegar þegar merkja þarf fyrir saumum eða öðru á ljós og dökk efni efni. Það gefst nægur tími áður en merkingin hverfur. Leyfið blekinu að hverfa af sjálfu sér eða strokið merkinguna út með strokleðrinu á hinum enda pennans. Tíminn sem það tekur fyrir merkingarnar að hverfa alveg fer eftir rakasigi, hitastigi og magni bleks á efninu.
  • Garnleiðari er settur upp á vísifingur vinstri handar í tvíbanda- eða þríbandaprjóni. Þá haldast litirnir aðskildir svo auðveldara verður að láta ríkjandi og víkjandi liti vera á sínum stað. Fæst fyrir fínna garn og grófara garn. Ath. litir geta verið mismunandi.  
  • Prjónatappar úr sílíkóni sem koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjónunum. Minni stærð: Fyrir prjóna 2 mm - 4,5 mm (#333-S). Stærri stærð: Fyrir prjóna 3,75 mm - 6,5 mm (#333-L). 4 stk. í pakka.  
  • Löngu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 15 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
    • Grófleiki:  Fínband / Fingering / 4ply
    • Innihald: 100% extrafín superwash merinóull
    • Lengd/þyngd:  400m/100g
    • Prjónar:  2,25 - 3,25 mm
    • Prjónfesta:  28 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
     
  • Í þessari uppskrift er prjónað í hring út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjónum en síðan skipt yfir í hringprjón, fyrst 40-60 cm og síðan lengri þegar að lykkjum fjölgar.
    Prjóntækni: Slétt lykkja, brugðin lykkja, uppsláttur, úrtaka til vinstri, úrtaka til hægri. Uppskriftinni fylgja bæði mynsturteikningar fyrir gataprjónið  svo og ítarleg vinnulýsing fyrir þau sem vilja frekar prjóna eftir texta. Uppskriftin er á íslensku.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Einnig er hægt að smella á slóð sem er í tölvupósti sem sendur er eftir kaupin.
  • KNIT THIS!

    6.795kr.
    Höfundur: Veronika Lindberg, Kutovakika Útgefandi: Cozy Publishing (2022) Harðspjalda | 189 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 650 g | Mál: 170 x 225 mm
    Knit This! 21 dásamlega fallegar uppskriftir til að nota hversdags
    Bókin inniheldur 21 prjónauppskrift, m.a. hina vinsælu Dirty Caramel Sweater og margr fleiri sem hafa slegið í gegn. Stíllinn er nútímalegur, kvenlegur og elegant. Peysurnar eru hannaðar með notandann í huga, eru þægilegar og munu endast lengi. Það eru einnig góðar ábendingar í bókinni um prjóntækni og góð ráð um garnval.
  • Addi Novel HRINGPRJÓNAR

    1.595kr.1.795kr.
    Vinsældir ADDI Novel hringprjónanna aukast stöðugt. Þeir eru hrufóttir með góðum oddi, úr málmi og lykkjurnar renna ekki eins vel á þeim sem gerir þá mjög hentuga fyrir þau sem vilja prjóna þéttar/fastar.  Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds.
  • 52 WEEKS OF SCRAP YARN Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Útgefandi: Laine Publishing (2025)
    Harðspjalda | 264 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • Sérhönnuð prjónamerki af FIREFLY fyrir fagurkera. Þessi merki eru fyrir prjónara sem elska garn! Pakkningin inniheldur 8 merki, 2 hvít, 2 bleik, 2 græn og 2 svört. Búin til úr málmi með emelaraðri skreytingu með 10mm messinghringjum. FIREFLY er kanadískt vörumerki.

    Fullkomin gjöf fyrir þau sem prjóna og kunna að meta fallega fylgihluti!

  • HANDCRAFT

    4.995kr.
    Höfundur: Helga Isager & Helga Jóna Þórunnardóttir Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 500 g | Mál: 24,5 x 17,5 cm

    Handcraft

    HANDCRAFT er samstarfsverkefni Helgu Jónu Þórunnardóttur og Helgu Isager.

    Þessi prjónabók inniheldur eitt grunnmynstur fyrir fingravettlinga og eitt fyrir venjulega vettlinga, með fjölbreyttum prjónamynstrum og mismunandi stroffi. Fallegar teikningar eftir japanska myndskreytinn Toshiko Koikegami sýna þá tækni sem notuð er í bókinni.

    Bókin er 112 blaðsíður.


    Í formála bókarinnar skrifa þær:

    „Hugmyndin að Handcraft kviknaði út frá sameiginlegri ástríðu okkar fyrir tækni og smáatriðum. Við höfum kennt prjónanámskeið saman í nokkur ár og nálgumst handverkið með sömu nákvæmni og natni. Hægt er að bæta hönnun með því að tryggja að lykkjurnar liggi fullkomlega, eða jafnvel með því að bæta við nokkrum lykkjum til að ná fram fallegum kanti. Kannski tökum við einar eftir muninum, en dýptin í ánægjunni sem fylgir því að klára vandað handverk knýr okkur áfram og tryggir að peysurnar eða treflarnir nýtist árum saman.

    Okkur langaði að búa til bók með safni af nokkrum uppáhalds aðferðum og hönnunum okkar. Við komumst að því að vettlingar og fingravettlingar væru kjörin valkostur, því í svo litlum hlutum þarf að beita ótrúlega mörgum tækniatriðum. Form vettlinga hefur í raun ekki breyst í aldir, þar sem þeir þurfa að laga sig að lögun mannshandarinnar. Hugmyndin okkar var að skrifa klassíska bók sem prjónarar geta notað sem litla handbók – hvort sem verið er að rifja upp tækni til að prjóna vettling eða peysu.“

    • Útsaumsnálar með stóru auga.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
  • Vettlingapakki LATVIAN GREY #06 Þessar pakkningar innihalda vettlingauppskrift með mynsturteikningu og ullargarni. Vettlingamynstrin eiga rætur að rekja til ýmissa svæða í Lettlandi. Hvert vettlingapar hefur sína sögu og sína merkingu. Í Lettlandi hafa vettlingar verið aðalgjafirnar um aldaskeið. Nú til dags eru þeir, í öllum sínum litríku útgáfum, enn mikilvægur hluti af vetrarklæðnaði fólks. Allar pakkningarnar innihalda 100% nýull frá bóndabæ í eigu fjölskyldu sem vinnur ullina sjálf fyrir spunann. Allt er handgert, þ.m.t. kassinn. Í Knit Like a Latvian pakkningunni er:
    • litprentuð mynsturteikning
    • 100% ull í litum sem duga í vettlingapar í stærð M/L
    • vettlingauppskrift
    Ráðlagðir prjónar: 1,5mm - 3 mm – prjónarnir fylgja ekki með. Við mælum með handþvotti í ylvolgu vatni og leggja vettlingana flata til þerris.
     
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU. 
  • Hefðbundin útsaumskæri, lítil og handhæg.  Þau eru ekki bara falleg heldur góð fyrir útsauminn eða til að klippa spotta. Stærð: 9 cm.
  • Saumnálar með góðum oddi fyrir allan almennan saumaskap. Tólf nálar í pakka í mismunandi lengdum og grófleikum.
  • Getur gagnlegt prjónahjálpartæki líka verið skartgripur? Já, nýi hringurinn úr 925 sterling silfri frá addi, sem fæst í þremur stærðum, sameinar hönnun og garnleiðara í einni vöru. Hringinn er ekki aðeins hægt að nota við tvíbanda prjón, heldur er einnig frábær garnleiðari í einlitu prjóni. Hægt er að breyta spennu garnsins eftir hvernig það er þrætt. Skartgripur framleiddur í Altena, Þýskalandi. Auðvelt að aðlaga að stærð. Hönnun eftir Sylvie Rasch. Stærðir: S = ummál 52mm M = ummál 54mm L = ummál 56mm
  • Höfundur: Veronika Lindberg Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 204 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950  g | Mál: 210 x 280 x 20 mm
    KNITS TO WEAR: KUTOVA KIKA
    Bók með fallegum og klæðilegum peysum og fylgihlutum. Í bókinni eru 17 uppskriftir; 7 heilar peysur, 2 hnepptar peysur, 3 bolir, 1 vesti, 3 húfur og 1 kragi. Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu.
Go to Top