1.695kr.
- Grófleiki: Fínband / 4 ply / fingering
- Innihald: 90% merínóull og 10 % kasmírull
- Lengd/þyngd: 180m/25g
- Prjónar: 2,5-3,5 mm
- Prjónfesta: 30 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
MILANO frá Lamana er einstaklega mjúkt og fislétt garn með örlítið loðna áferð. Þar eru fleiri metrar í hverri 25g hnotu en í sambærilega grófu garni sem er helmingi þyngra. Peysur og annað úr Milano verða því fisléttar og þægilegar í notkun. Þetta garn hentar vel í alls konar flíkur því hægt að nota mismunandi grófleika af prjónum eftir því hvaða þéttleika óskað er eftir. Ungbarnapeysur og kvenpeysur hafa verið mest prjónaðar úr þessu garni og jafnvel sjöl. Léttleikinn gefur möguleika á að nota garnið tvöfalt eða jafnvel þrefalt til að leika sér með liti eða leggja það með öðru garni.
MILANO tilheyrir SUPERLIGHT garnlínunni frá LAMANA. Garnið er spunnið með aðferð sem gerir það einstaklega létt og loftmikið. Peysur úr þannig garni verða fisléttar og þ.a.l. mjög gott að vera í þeim, bæði fyrir börn og fullorðna.
Hér er peysuuppskrift úr Milano.
-
VOLARE 4-ply merínóull
1.095kr. -
Afsláttur!
Rowan – ALPACA CLASSIC
1.117kr. – 1.595kr. -
Lamana – COMO
1.495kr. -
Afsláttur!
RICO Crochet Essentials heklugarn
595kr.Original price was: 595kr..357kr.Current price is: 357kr.. -
Pirkka – PIRKKALANKA OHUT
2.595kr.