Lestarsokkarnir vinsælu er frá Finnlandi. Með uppskriftinni fylgir sagan um tilurð sokkanna sem er mjög áhugaverð. Þetta er vinsæl flökkuuppskrift í Finnlandi og núna líka á Íslandi. Vinsældirnar eru skiljanlegar því sokkarnir eru einfaldir í prjóni, uppskriftin auðlærð og verkefnið þægilegt að hafa með á ferð. Þá eru sokkarnir sjálfir góðir og sérstaklega um það rætt að þeir tolli svo vel á fætinum á litlum börnum.

Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á íslensku.

ÞÝÐING Á UPPSKRIFT                                     
Guðrún Hannele
STÆRÐIR                    
Ein stærð – hægt að stækka og minnka með því að nota fínna eða grófara garn
GARN
Ungbarnastærð: Volare DK eða sambærilegt garn
Smábarnastærð: Volare 4-ply eða sambærilegt garn
PRJÓNAR
Sokkaprjónar 12-15 cm, þríprjónar eða þeir prjónar sem ykkur hentar að nota:
3 mm fyrir léttband/DK garn
2 1/2 mm fyrir fínband/4-ply/fingering garn