1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

JAKKAPEYSA  – KGB 02

Hönnuður: Kristín Brynja

Garn: Sjá garnmagn hér fyrir neðan.

Prjónar: 4 og 5 mm hringprjónar og sokkaprjónar.

Stærðir: M (hægt að stækka og minnka með fínni eða grófari prjónum) Peysan gefur mikið eftir og passar því mörgum).

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku

Er á lager

HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA

Þessi uppskrift á rætur að rekja til hinnar hefðbundnu íslensku lopapeysu sem prjónuð er úr íslenskri ull, hinni kærkomnu ull sem hefur haldið hita á landsmönnum í aldaraðir. Ullarpeysan fellur að líkamanum og lagar sig að formum hans. Með tímanum víkkar peysan en fær aftur sitt upprunalega, aðsniðna form þegarhún er þvegin. Stærð peysunnar má breyta með fínni eða grófari prjónum. Ég hef valið að hafa peysuna með háum kraga og ermalanga þar sem mér þykir gott að draga ermarnar fram fyrir hendurnar, nánast eins og vettlinga, og bretta svo upp ermarnar þegar það hentar.  Þar sem mér er alltaf kalt finnst mér hár kraginn notalegur og hentugt  að smella honum upp inn á milli. Auðvelt er að stytta eða síkka ermar, kraga og peysu að smekk, ef því er að skipta.

BAND:

KBG 2A EINLIT PEYSA:
550 g L-band.

KBG 2B RÖNDÓTT PEYSA:
450 g L-band 2004 stilbít
50 g L-band 2001 silfurberg
50 g L-band 2003 ágít
50 g L-band 2005 barít
50 g L-band 2006 pýrit

Í heftinu eru tillögur að fleiri litasamsetningum.

PRJÓNAR:

Bolur: Hringprjónar 4 og 5 mm
Ermar: Sokkaprjónar 4 mm og stuttur hringprjónn 5 mm

SMELLUR:

10 stk. 15 mm

STÆRÐIR:

Til viðmiðunar fyrir meðal stærð:
Hálf yfirvídd: 40 cm
Sídd frá efri brún kraga: 100 cm
Sídd frá handvegi: 60 cm
Ermalengd: 52 cm
Ath. Peysan gefur mikið eftir og passar jafnt stórum sem smáum.