1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

BERBER SJAL  – KGB 16

Hönnuður: Kristín Brynja

Garn: Lamb 2 – 1 x 100g hespa

Prjónar: 3,5 mm hringprjónn 80 cm

Stærð: Ein stærð – Vænghaf um 1,60 m x sídd um 60 cm

Sjölin á myndunum eru prjónuð úr litum 3582 HAV og 3040 HVEDE.

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku

Aðeins 2 eftir á lager

Frá hönnuðinum:

Á Berbersafninu í Jardin Majorelle í Marrakech skoðaði ég skartgripi Berbera. Ég heillaðist af einfaldri uppbyggingu hálsmenanna. Á hálsmeninu sem fangaði athygli mína einna mest héngu silfurtíglar í einskonar dálkum út frá hálsfestinni og tíglarnir voru settir saman með litlum hringjum. Þetta hálsmen veitti mér innblástur til að prjóna sjal þar sem dálkar með tíglum og götum mynda mynstur sjalsins.