895kr.

Þetta teppi kemur úr smiðju Debbie Bliss sem er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fallegu ungbarnateppi sem er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar.

Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni.

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.

Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst FRÍTT.

Athugið að þessi uppskrift er líka til í íslenskri þýðingu og heitir DROPI.

 

Er á lager

Hönnuður Anniken Allis

Stærð 66 x 66 cm

Garn

Baby Cashmerino frá Debbie Bliss (50g/125m) eða sambærilegt garn.

5 x 50 g.

Prjónfesta

18 L & 35 umf = 10 cm í mynsurprjóni á 4 mm prjóna eftir þvott og strekkingu.

Prjónar

Sokkaprjónar og hringprjónar 60-80 cm í þeim grófleika sem þarf til að ná prjónfestunni.
Ráðlögð prjónastærð: 4 mm.