-
Tvær nýjungar frá ADDI hafa sameinast: Novel hittir Trio. Novel-strúktúrinn passar fullkomlega við tækni addiCraSyTrio. Lykkjurnar renna ekki af: frábært bæði til að halda á og vinna með, jafnvel fyrir óvana prjónara. Útkoman er jafnar og fallegar lykkjur. Fæst í öllum helstu stærðum og hentar öllum skapandi höndum. ADDI Crasy Trio NOVELeru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 30 cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 2,5 - 5 mm.
-
Höfundur: Jorid Linvik Útgefandi: Känguru (2016)Harðspjalda | 191 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 890 g | Mál: 197 x 267 x 23 mmVið höfum áður verið með þessa bók á norsku og ensku en hér er hún komin á sænsku. Sama góða vettlingabókin sem hefur slegið öll vinsældarmet og nú á frábæru verði. Jorid Linvik er höfundur nokkurra mjög vinsælla prjónabóka um vettlinga- og sokkaprjón. Þessi bók eru með fjölbreyttum uppskriftum af vettlingum í litríkum og fallegum mynstrum. Alls 45 prjónaverkefni, í stíl Joridar, glaðleg og uppáhald margra, enda metsöluhöfundur í prjónaheiminum. Mikið af góðum myndum, mynsturteikningum og skýringum á aðferðum. Bókin inniheldur: Góðar leiðbeiningar um vettlingaprjón, mynsturteikningar og að auki reiti til að gera þitt eigið mynstur. Margar stærðir bæði á börn og fullorðna. Eitthvað fyrir alla, bæði hefðbundið, rómantískt og nýjar hugmyndir.
-
Höfundur: Guðrún Hannele HenttinenÚtgefandi: Forlagið (2020) Harðspjalda | 272 bls. Tungumál: ÍslenskaÞyngd: 1.000 gVettlingarnir í þessari bók eiga sér fyrirmyndir frá 19. og 20. öld sem varðveittar eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Þessar nýju útfærslur gera okkur kleift að viðhalda þeirri þjóðlegu hefð að nota handprjónaða vettlinga og um leið að halda til haga fallegum sígildum mynstrum frá gömlum tíma. Áhersla er lögð á að hafa úrvalið fjölbreytt, bæði í mynsturgerð og prjóntækni, svo að hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Guðrún Hannele Henttinen, höfundur bókarinnar, er textílkennari að mennt og hefur kennt prjón í mörg ár. Hún hefur rekið garnverslunina Storkinn í meira en áratug. Smellið hér til að fara á síðu með kennslumyndböndum sem tengjast vettlingaprjóni. Smellið hér til að sjá skjal með leiðréttingum.
-
Höfundur: Guðrún Hannele HenttinenÚtgefandi: Forlagið (2020) Harðspjalda | 272 bls. Tungumál: EnskaÞyngd: 1000 gThe mittens in this book are a contemporary interpretation of a collection of 19th- and 20th-century mittens and gloves from the Textile Museum in Blönduós in North Iceland. These carefully reconstructed patterns and charts enable the creation of modern versions of a rich knitting tradition, focusing on both the utility and beauty of these knitted mittens and gloves. The book emphasizes the variety of stranded colour patterns and many different techniques so that all knitters can find a pair to knit at their desired level of complexity. The author, Guðrún Hannele Henttinen, has a degree in textile teaching and has taught knitting for many years. For more than a decade she has also been the owner of Storkurinn, a yarn shop in Reykjavík. Click here to see a document with revised patterns.
-
ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 26cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 4 - 8 mm. Fást einnig 26cm langir fyrir sömu not og að auki ermaprjón á fullorðins peysur.
-
ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 21cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón á barnapeysum. Fást í 2 - 5 mm. Fást einnig 26cm langir.