• Prjónamerkin eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Í pakkningunni eru:
    • Opnin merki til að merkja umferðir.
    • Þríhyrnd merki fyrir allt að 5,5mm prjóna.
    • Litlir hringir fyrir allt að 4,5mm prjóna.
    • Stórir hringir fyrir prjóna allt að 9mm prjóna.
    • Jumbo hringir fyrir allt að 16mm prjóna.
    Hver tegund: 24 merki, 4 í 6 mismunandi litum, samtals 120 prjónamerki. Hver tegund af merkum kemur í litlum hólkum úr kraftpappír.
  • Klemmur til að festa saman brúnir á prjónastykkjum sem á að sauma saman. Núna án plasts! Vörurnar frá Cocoknits eru umhverfisvænar. Klemmurnar eru búnar til úr sama náttúrueyðanlega efninu og málböndin og eru í linen (lín) lit. 12 klemmur í poka.
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2021) Mjúkspjalda | 28 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 200 g | Mál: 220 x 280 x 10 mm
    SWEATER WORKSHEET JOURNAL COCOKNITS Sweater Worksheet er hluti af prjónakerfi frá Cocoknit (samheiti yfir svona aðferðir er tengiaðferð) til að prjóna peysu ofan frá, aðsniðna yfir axlir, án sauma eða í einu stykki. Vinnubókin er fyrir þá/þær sem hafa tileinkað sér Cocoknits aðferðina. Prjónari fyllir inn upplýsingar um peysuprjónið, lykkjufjölda, umferðir, cm o.fl. og getur svo í framhaldinu notað þær upplýsingar til að prjóna fleiri peysur í sömu stærð. Vinnubókin inniheldur 24 vinnublöð og grunnupplýsigar um hvernig þau eru notuð.
Go to Top